Kæru félagar!
Kosningar eru að baki, niðurstaðan liggur fyrir og er ekki sú sem stefnt var að. Á síðasta kjörtímabili náðist mikill árangur á flestum sviðum samfélagsins. Undir forystu Framsóknarflokksins voru stóru málin kláruð samanber Leiðréttinguna, uppgjörið við kröfuhafa sem gjörbreytti stöðu ríkissjóðs til hins betra ásamt öðrum þjóðþrifamálum. Öll okkar vinna hefur miðað að því að vinna framfara málum.
Baráttan var stutt og snörp og sem fyrr voru það þið, kæru vinir, sem báruð hitann og þungan af henni. Verkefni dagsins er sem fyrr að gera gagn fyrir land og þjóð. Það verður best gert með því að horfa fram á veginn og hafa að leiðarljósi samstöðu og samvinnu, eins og hefur einkennt flokkinn. Fortíð hans, samtíð og framtíð hefur ætíð byggst á þeim félagsauði sem í Framsóknarflokknum býr.
Þið eigið öll miklar og góðar þakkir skildar.
Sigurður Ingi Jóhannsson
Categories
Bréf frá formanni
01/11/2016
Bréf frá formanni