Categories
Fréttir

Brenna 5 milljörðum í gjaldeyri að óþörfu

Deila grein

08/12/2014

Brenna 5 milljörðum í gjaldeyri að óþörfu

frosti_SRGB_fyrir_vefFrosti Sigurjónsson alþingismaður spurði á Alþingi í dag hverju verður þjóðin bættari við að brenna 5 milljörðum í gjaldeyri að óþörfu næstu fimm árin? „Fyrir 1 milljarð á ári gætu stjórnvöld gert margt skynsamlegra en að niðurgreiða innfluttan lífdísil sem er 80% dýrari en dísilolía,“ sagði Frosti.
„Krafa ESB um 10% hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum frá og með 2020 tekur ekkert tillit til þess að hér á Íslandi er nóg af endurnýjanlegu rafmagni enda er megnið af rafmagni í ESB búið til með útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Fyrir Ísland væri skynsamlegt að niðurgreiða kaup á rafmagnsbílum, miklu skynsamlegra en að eyða milljörðum úr ríkissjóði til að niðurgreiða rándýran lífdísil sem ræktaður er á dýrmætu akurlandi sem fremur ætti að nýta til framleiðslu á fæðu,“ sagði Frosti.
„Vissulega hafa hundruð milljóna tapast nú þegar en það er ekki of seint að bjarga 5 milljörðum til viðbótar sem annars munu brenna upp að óþörfu fram til ársins 2020. Ég mundi fagna því sérstaklega ef hv. atvinnuveganefnd sem sýndi það frumkvæði í fyrra að fresta gildistöku laga um íblöndun til 1. október mundi stíga skrefið til fulls og fresta gildistöku íblöndunarákvæðisins til ársins 2020,“ sagði Frosti að lokum.
Ræða Frosta Sigurjónssonar í heild sinni:

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.