„Það var ánægjulegt að tilkynna í morgun á Brjóstamiðstöð Landspítalans um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í brjóstaskimunum. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna á Íslandi og á hverju ári greinast um 200 konur með sjúkdóminn,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.
„Brjóstaskimun er grundvallarþáttur í forvörnum og í baráttunni gegn brjóstakrabbameini þar sem hún eykur verulega líkur á árangursríkri meðferð og bata. Til að skimun nái tilætluðum árangri er mikilvægt að þátttaka sé góð. Þess vegna er brýnt að fræða konur um gildi skimunar og tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð efnahag eða búsetu.
Í því skyni að auka þátttöku í lýðgrunduðum brjóstaskimunum og stuðla að jafnræði, hef ég staðfest reglugerð sem lækkar komugjald fyrir brjóstaskimun úr 6.000 krónum í 500 krónur, sama gjald og fyrir leghálsskimun, og tekur breytingin í gildi þann 14. október næstkomandi.
Með því að lækka komugjaldið, samfara góðri fræðslu og hvatningu í atvinnulífinu, stuðlum við að aukinni þátttöku og betri árangri. Með því að fara í skimun getur hver kona tekið skref til að vernda eigin heilsu og auka lífsgæði sín. Til mikils er að vinna bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild!“
- ruv.is – Komugjald í brjóstaskimun lækkar í 500 krónur
- mbl.is – Þátttaka langt frá því að vera viðunandi
- visir.is – Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega
Það var ánægjulegt að tilkynna í morgun á Brjóstamiðstöð Landspítalans um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í…
Posted by Willum Þór Þórsson on Fimmtudagur, 10. október 2024
Meðal viðstaddra á fundinum á Brjóstamiðstöð Landspítala voru Alma Möller landlæknir, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, Erna Magnúsdóttir framkvæmdastýra Ljóssins, og Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts.
- Samhæfingarstöð krabbameinsskimana (upplýsingar, tímabókanir o.fl.)
- Mælaborð embættis landlæknis um þátttöku í brjósta- og leghálsskimunum
- Ársskýrslur, gæðavísar og gæðauppgjör skimana á vef embættis landlæknis
Sjá einnig: