Í yndislegu veðri föstudaginn 21. október var brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi formlega opnuð af innviðarráðherra og formanni Framsóknar, Sigurði Inga Jóhannssyni ásamt, forstjóra vegagerðarinnar, Bergþóru Þorkelsdóttur og sveitarstjórum í aðliggjandi sveitarfélögum, þeim Einari Freyr Elínarsyni og Antoni Kára Halldórssyni sem mættust á miðri leið og klipptu á borðann. Brúin er mikil lyftistöng fyrir samfélagið og eykur öryggi vegfarenda á einum fjölfarnasta vegi landsins.
Categories
Brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi
21/10/2022
Brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi