Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður, vildi í störfum þingsins í gær gera íslenskan landbúnað og störf bænda að umræðuefni. Glæsilegt búnaðarþing var sett á sunnudaginn og ekki ber á öðru en að hugur sé í íslenskum bændum sem nú halda þing sitt undir kjörorðinu: Opinn landbúnaður.
Framþróun í tækni og vinnulagi hefur í för með sér færri tækifæri til að taka fólk í sveit eins og tíðkaðist áður. „Af þeim sökum fækkar í þeim hópi sem hefur góða innsýn í dagleg störf íslenskra bænda,“ sagði Þórunn. Bændur hafa því víða um land opnað bú sín, boðið gesti velkomna og frætt þá um starfið.
„Það er hverri þjóð mikilvægt að framleiða matvæli sín að því marki sem raunhæft er og það sýnir sig að það er almenn skoðun þar sem einungis 10% af landbúnaðarframleiðslu heimsins eru flutt á milli ríkja,“ sagði Þórunn.
„Formaður Bændasamtaka Íslands sagði frá verkefninu „Dagur með bónda“ við setningu búnaðarþings og þá rann upp fyrir mér að auðvitað gæti ég tekið þátt og lagt mitt af mörkum.
Kæra samstarfsfólk. Ef þið hafið löngun til að kynna ykkur daglegt starf og vinnuskilyrði bænda er ykkur meira en velkomið að koma með mér heim á Hauksstaði, ræða málin og taka þátt í daglegum störfum,“ sagði Þórunn að lokum.
Ræða Þórunnar Egilsdóttur:
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Categories
Dagur með bónda
04/03/2015
Dagur með bónda