Categories
Fréttir

Einkavæðing Steingríms J.

Deila grein

29/01/2015

Einkavæðing Steingríms J.

Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir ræddi á Alþingi í gær einkavæðingu bankanna er Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili, stóð fyrir. Einkavæðingin „var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annarra fjármálafyrirtækja eða lögum um fjármálafyrirtæki í kjölfar hrunsins breytt. Var sú ákvörðun tekin án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs,“ sagði Vigdís.
Upplýsa þurfi forsendur ákvörðunarinnar, „að taka vald af Fjármálaeftirlitinu varðandi stofnúrskurði byggða á neyðarlögunum og á þeirri ákvörðun að færa valdið til þáverandi fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu,“ sagði Vigdís.
Nauðsynlegt er að hagsmunir allra verði skoðaðir og rannsakaðir til að fá hið rétta í ljós. Þeirri vinnu sagðist Vigdís ekki kvíða sem þingmaður þjóðarinnar.
Ræða Vigdísar Hauksdóttur í heild sinni:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.