Categories
Fréttir

„Eins og að kasta steini úr glerhúsi“

Deila grein

30/04/2015

„Eins og að kasta steini úr glerhúsi“

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, minnti Samfylkinguna á að hún verði nú að gæta allrar sanngirni í gagnrýni á hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, á Alþingi.
„Þingmenn Samfylkingarinnar voru ráðherrar í félagsmálaráðuneytinu, síðar velferðarráðuneytinu, árin 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012 og fram að kosningum árið 2013. Á því kjörtímabili sem nú er hefur hæstv. ráðherra Eygló Harðardóttir verið félags- og húsnæðismálaráðherra og þegar hún kom inn í ráðuneytið og byrjaði að vinna að frumvörpum er varða bættan leigumarkaði kom fram að það voru ekki til nein frumvörp er varða bættan leigumarkað frá þeim árum sem upp voru talin áðan, ekki einu sinni drög að frumvörpum þessa efnis,“ sagði Elsa Lára.
Tilefni þessara orða Elsu Láru var gagnrýni Kristjáns L. Möller, alþingismanns, hversu langur tími hafi nú liðið frá því að verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hafi skilað af sér eða rétt tæpt ár. En nú eru tvö af fjórum húsnæðisfrumvörpum Eyglóar, húsaleigulög og húsnæðissamvinnufélög, komin til velferðarnefndar.
„Til að gæta allrar sanngirni í umræðunni verður að koma fram að mikið samráð var innan velferðarráðuneytisins við vinnslu frumvarpanna. Þar komu fram mismunandi sjónarhorn frá mörgum aðilum sem horfa þurfti til,“ bætti Elsa Lára við.
„Síðasta kjörtímabil var fjögur ár eins og flest önnur kjörtímabil hingað til. Að hæstvirtur þingmaður gagnrýni núverandi ríkisstjórn fyrir seinagang í þessum málum kemur úr hörðustu átt, það er eins og að kasta steini úr glerhúsi,“ sagði Elsa Lára.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur: