Categories
Fréttir

Elsa Lára: „þak verði sett á verðtryggingu eldri lána“

Deila grein

19/03/2015

Elsa Lára: „þak verði sett á verðtryggingu eldri lána“

Elsa-Lara-mynd01-vefurFrumvörp er varða afnám verðtryggingar af neytendalánum verð lögð fram á þessu vorþingi samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Snemma árs 2016 munu fyrstu skrefin verða stigin og þá munu verðtryggð neytendalán til lengri tíma en 25 ára verða óheimil.
Elsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, fór yfir í störfum Alþingis, í vikunni, sérálit Vilhjálms Birgissonar, er sat í sérfræðingahópi um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Hann taldi affærasælast að verðtryggð neytendalán yrðu með öllu óheimil. Og að gripið yrði til mótvægisaðgerða eins og niðurgreiðslna höfuðstóls fyrstu ár lánstímans á óverðtryggðum lánum.
Elsa Lára sagði í lok ræðu sinnar: „Í sérálitinu kemur fram að þak verði sett á verðtryggingu eldri lána og er það einstaklega mikilvægt. Langar mig í því samhengi að vitna í ræðu samflokksmanns míns, hæstvirts þingmanns Willum Þórs Þórssonar, en hann sagði, með leyfi forseta: „Þrátt fyrir að nú um stundir í hálflokuðu hagkerfi ríki stöðugleiki þá er fram undan afnám hafta og kjarasamningar. Það yrði gríðarleg kjarabót og skynsamlegt innlegg í kjarasamninga að koma böndum á eldri verðtryggð lán og bíða ekki boðanna í að skipta yfir í óverðtryggt húsnæðislánakerfi.“ Þarna erum ég og hæstvirtur þingmaður hjartanlega sammála.“
Ræða Elsu Láru Arnardóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.