Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir í viðtali við Bændablaðið, frá 15. mars, „að tillögu, sem samþykkt var á Alþingi fyrir skömmu, um að ISAVIA taki yfir rekstur allra millilandaflugvalla á Íslandi, sé ætlað að stórauka öryggi í fluginu. Þetta eigi líka að geta leitt til eflingar á uppbyggingu þessara valla sem og annarra innanlandsflugvalla.“
Fyrir um 10 til 12 árum mat erlend ráðgjafarskrifstofa efnahagsleg áhrif flugsins sem 6,6% af landsframleiðslu. Núna eru áhrifin a.m.k. 25% að lágmarki. Hvergi í heiminum er hlutfallið eins hátt og hér á landi. Staðreyndin er sú að menn hafa verið að reyna að auka fjármuni til þessara mála, en engu að síður hefur farþegum fækkað. Fargjöld hafa farið hækkandi, flugfélögin hafa það skítt og flugvellirnir hafa drabbast niður. Með öðrum orðum, það kerfi sem við höfum verið með er ómögulegt.
„Við ætlum að nota þá að hluta í þessa svokölluðu skosku leið. Hún felst í því að endurgreiða allt að 50% af fargjöldum á til að mynda átta leggjum, eða sem svarar vegna fjögurra ferða fram og til baka. Það er til að jafna aðstöðu fólks til að sækja þjónustu sem ákveðið var að byggja upp á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt byggðastefnu síðastliðin 150 ár.
Hjá þeim sem farið hafa þessa leið, eins og Skotum og fleirum, hefur ávinningurinn orðið sá að flugfarþegum hefur fjölgað, flugferðum hefur fjölgað, farmiðaverð lækkað og um leið hafa tekjur flugvallanna aukist. Það tikkar því í öll jákvæðu boxin sem í núverandi kerfi tikkar í öll neikvæðu boxin.“
„Ég held að þessar breytingar sem gerðar verða varðandi flugið séu stærri kerfisbreytingar en við höfum nokkru sinni séð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Categories
„Endurgreiða allt að 50% af fargjöldum“
19/03/2019
„Endurgreiða allt að 50% af fargjöldum“