Categories
Fréttir

Er nám bara fyrir þá ríku?

Deila grein

22/02/2023

Er nám bara fyrir þá ríku?

Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður, fór yfir aðstöðumun þeirra sem fara í atvinnuflugmannsnám hér á landi og þeirra sem fara í skipstjórnarnám, það nám er inni í hinu hefðbundna menntakerfi og láns hæft að fullu. Er ekki vilji til að tryggja aðgengi menntunar fyrir sem flesta, óháð efnahag og bakgrunni, hér á landi spurði Jóhann Friðrik í störfum þingsins.

„Atvinnuflugmannsnám hér á landi hefur verið kennt um árabil enda eru skilyrði hér til flugnáms með því besta sem gerist í heiminum. Allir eru sammála um mikilvægi þess að námið sé til staðar hérlendis. Æfingasvæði hér á landi er opið, veður fjölbreytt og innviðir góðir, þótt ákjósanlegra væri að hér væri sérstakur æfingaflugvöllur fyrir flugnám. Flugnám er mjög krefjandi enda ábyrgðin mikil. Það er því ekki á það bætandi fyrir nemendur að Menntasjóður skuli aðeins veita námslán fyrir sirka einum fjórða af heildarkostnaði lánsins. Mér skilst að það kosti um 14,5 millj. kr. að klára atvinnuflugmannsnám hér á landi í dag. Fyrirkomulagið er t.d. annað í Noregi og raunar er mjög sérstakt að ef nemandi ákveður að fara í skipstjórnarnám hér á landi er námið inni í hinu hefðbundna menntakerfi, en ef nemandinn vill fara í flugnám þá er það ekki á færi nema þeirra sem hafa verulega sterkt bakland,“ sagði Jóhann Friðrik.

„Laun flugmanna eru mjög góð og því ættu endurheimtur af námslánum að vera með því besta sem gerist. Því er við að bæta að í flugstefnu fyrir Ísland, sem samþykkt hefur verið á Alþingi, er lögð þung áhersla á það að flugnám verði fært inn í hið hefðbundna menntakerfi.

Ég vil því brýna stjórnvöld og hvetja þau til dáða að klára þetta mikilvæga mál. Enginn þarf að velkjast í vafa um mikilvægi flugs á Íslandi og þar eigum við að vera í forystu,“ sagði Jóhann Friðrik að lokum.


Ræða Jóhanns Friðriks í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Hér á landi viljum við tryggja aðgengi menntunar fyrir sem flesta, óháð efnahag og bakgrunni. En í sumum tilfellum virðist nám vera bara fyrir þá ríku. Atvinnuflugmannsnám hér á landi hefur verið kennt um árabil enda eru skilyrði hér til flugnáms með því besta sem gerist í heiminum. Allir eru sammála um mikilvægi þess að námið sé til staðar hérlendis. Æfingasvæði hér á landi er opið, veður fjölbreytt og innviðir góðir, þótt ákjósanlegra væri að hér væri sérstakur æfingaflugvöllur fyrir flugnám. Flugnám er mjög krefjandi enda ábyrgðin mikil. Það er því ekki á það bætandi fyrir nemendur að Menntasjóður skuli aðeins veita námslán fyrir sirka einum fjórða af heildarkostnaði lánsins. Mér skilst að það kosti um 14,5 millj. kr. að klára atvinnuflugmannsnám hér á landi í dag. Fyrirkomulagið er t.d. annað í Noregi og raunar er mjög sérstakt að ef nemandi ákveður að fara í skipstjórnarnám hér á landi er námið inni í hinu hefðbundna menntakerfi, en ef nemandinn vill fara í flugnám þá er það ekki á færi nema þeirra sem hafa verulega sterkt bakland. Laun flugmanna eru mjög góð og því ættu endurheimtur af námslánum að vera með því besta sem gerist. Því er við að bæta að í flugstefnu fyrir Ísland, sem samþykkt hefur verið á Alþingi, er lögð þung áhersla á það að flugnám verði fært inn í hið hefðbundna menntakerfi.

Ég vil því brýna stjórnvöld og hvetja þau til dáða að klára þetta mikilvæga mál. Enginn þarf að velkjast í vafa um mikilvægi flugs á Íslandi og þar eigum við að vera í forystu.“