Categories
Fréttir

Fæðingarþjónusta verið skert

Deila grein

05/03/2015

Fæðingarþjónusta verið skert

Silja-Dogg-mynd01-vefFæðingarþjónusta hefur nokkuð verið til umfjöllunar á liðnum misserum. Hefur verið kallað eftir skýrri stefnumótun stjórnvalda til hagsbóta fyrir fjölskyldur. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem m.a. er leitað svara við hvort að á einhvern hátt sé komið til móts við fólk er þarf að ferðast langan veg. Litlum fæðingarstöðum hefur verið lokað eða þá þjónustan mikið skert. En Silja Dögg vill fá svör við eftirfarandi spurningum:

  1. Hve margar fæðingardeildir eru starfandi á landinu nú og hvernig hefur þróunin verið undanfarin tíu ár?
  2. Á hvaða sjúkrastofnunum eru starfræktar fæðingardeildir?
  3. Hve margar fæðingar hafa verið á hverri fæðingardeild sl. fimm ár?
  4. Hvernig er komið til móts við þær konur sem ekki eiga kost á fæðingarþjónustu í heimabyggð?
  5. Standa þeim konum og fjölskyldum þeirra íbúðir til boða í nágrenni við fæðingarstað? Ef svo er, hvar eru þær íbúðir, hvernig er þeim úthlutað og hvernig eru þær kynntar? Ef svo er ekki, stendur þá til að breyta því fyrirkomulagi þannig að verðandi mæður og makar þeirra geti dvalið í nágrenni við fæðingardeild og sótt um opinbera styrki fyrir þeim kostnaði sem af hlýst?
  6. Telur ráðherra að fjölga þurfi fæðingarstöðum út um land til að bæta öryggi fæðandi kvenna og ef svo er, hvernig telur ráðherra best að standa að þeirri uppbyggingu?

Hér má nálgast fyrirspurnina á vef Alþingis.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.