Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, vakti athygli á umfjöllun um innflytjendur og íbúafjölgun á Íslandi í Morgunblaðinu í störfum þingsins í vikunni. Í umfjölluninni kemur m.a. fram að á 21. öldinni er aðflutningur erlendra ríkisborgara að baki nærri helmingi íbúafjölgunar á Íslandi. Á sama tíma hefur landsmönnum hefur fjölgað um 50 þúsund á öldinni og eru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta 22.690. Á síðasta ári var hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi 7,4%. Þess má einnig geta að fjöldi leik- og grunnskólabarna með erlent ríkisfang hefur sjöfaldast á öldinni. Nú hafa 11% leikskólabarna og 6% grunnskólabarna annað móðurmál en íslensku.
Viðbúið er að innflytjendum fjölgi áfram á Íslandi. „Við eigum ekki að láta þá þróun koma okkur á óvart,“ sagði Silja Dögg.
„Þróun í innflytjendamálum er mun lengra komin annars staðar á Norðurlöndunum en hér á landi. Straumurinn þangað hófst fyrir alvöru á áttunda áratug 20. aldarinnar en það var ekki fyrr en í upphafi 10. áratugarins sem til dæmis Danir hófu að taka markvisst á málefnum innflytjenda og leggja áherslu á aðlögun þeirra að dönsku samfélagi. Það hefur kostað danska ríkið mikla fjármuni að vinda ofan af neikvæðri þróun sem varð á sumum sviðum þar sem áratugir liðu án þess að gripið væri til markvissra aðgerða,“ sagði Silja Dögg.
Ræða Silju Daggar Gunnarsdóttur í heild sinni:
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Categories
Fjölmenningarsamfélag er framtíðin – við Íslendingar höfum nú tækifæri til að nýta okkur reynslu nágrannaþjóðanna
05/02/2015
Fjölmenningarsamfélag er framtíðin – við Íslendingar höfum nú tækifæri til að nýta okkur reynslu nágrannaþjóðanna