Aðalfundur Framsóknarfélags Héraðs og Borgarfjarðar er var haldinn 10. apríl samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar, leiðir listann líkt og fyrir fjórum árum.
Skipan listans er eftirfarandi:
- Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar, Egilsstöðum
- Gunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi, Egilsstöðum
- Páll Sigvaldason, ökukennari og bæjarfulltrúi, Fellabæ
- Kristjana Jónsdóttir, verslunarstjóri og hundaræktandi, Rangá 3
- Gunnar Þór Sigbjörnsson, útibússtjóri, Egilsstöðum
- Eyrún Arnardóttir, héraðsdýralæknir og bæjarfulltrúi, Randabergi
- Guðmundur Þorleifsson, heldri borgari, Egilsstöðum
- Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, framhaldsskólanemi, Egilsstöðum
- Björn Hallur Gunnarsson, verktaki, Rangá 2
- Rita Hvönn Traustadóttir, garðyrkjufræðingur, Fellabæ
- Þórarinn Páll Andrésson, bóndi, Fljótsbakka
- Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðingur, Egilsstöðum
- Benedikt Hlíðar Stefánsson, vélatæknifræðingur, Egilsstöðum
- Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, leiðbeinandi í leikskóla, Þingmúla
- Ingvar Ríkharðsson, vélamaður, Egilsstöðum
- Magnús Karlsson, bóndi, Hallbjarnarstöðum
- Sólrún Hauksdóttir, ofuramma og bóndi, Merki 2
- Jónas Guðmundsson, bóndi og fyrrverandi bæjarfulltrúi, Hrafnabjörgum 1
Á listanum eru 8 konur og 10 karlar. Í efstu 14 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Framsóknarflokkurinn hlut þrjá fulltrúa í bæjarstjórn fyrir fjórum árum.