Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Grindavík

Deila grein

13/04/2018

Framboðslisti Framsóknar í Grindavík

Á félagsfundi Framsóknarfélags Grindavíkur í gær var samþykktur framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Nýr oddviti Framsóknar í Grindavík er Sigurður Óli Þórleifsson. Sigurður Óli er 42 ára og starfar hjá Ísfelli, sem sölustjóri Mustad beitingarvéla. Hann er kvæntur Önnu Dröfn Clausen og eiga þau 4 syni. Sigurður Óli hefur verið knattspyrnudómari í yfir 20 ár, þar af 10 ár sem alþjóðlegur knattspyrnudómari og er í dag í dómaranefnd KSÍ.
Í öðru sæti er Ásrún Helga Kristinsdóttir. Ásrún er 43 ára og starfar sem grunnskólakennari en hún hefur einnig verið bæjarfulltrúi frá 2014. Ásrún er gift Reyni Ólafi Þráinssyni og eiga þau tvær dætur.
Í þriðja sæti er Guðmundur Grétar Karlsson. Guðmundur Grétar er 38 ára framhaldsskólakennari hjá Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Guðmundur er giftur Mörtu Karlsdóttur og eiga þau tvær dætur.
Í fjórða sæti er Þórunn Erlingsdóttir. Þórunn er 37 ára íþróttafræðingur og grunnskólakennari. Hún var bæjarfulltrúi í Grindavík 2010-2012. Þórunn er gift Orra Frey Hjaltalín og eiga þau 3 börn.
Á næstu vikum mun málefnavinna Framsóknar fara fram þar sem bæjarbúum gefst kostur á að hafa áhrif á stefnu flokksins fyrir komandi kosningar. Ljóst er af samsetningu listans að mikil áhersla verður á fjölskyldumál, svo sem fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmál.
Framboðslisti Framsóknar í Grindavík:

  1. Sigurður Óli Þórleifsson, sölustjóri
  2. Ásrún Helga Kristinsdóttir, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi
  3. Guðmundur Grétar Karlsson, framhaldsskólakennari
  4. Þórunn Erlingsdóttir, íþróttafræðingur og kennari
  5. Anton Kristinn Guðmundsson, matreiðslumeistari
  6. Justyna Gronek, gæðastjóri
  7. Hallur Gunnarsson, formaður Minja- og sögufélags Grindavíkur
  8. Valgerður Jennýardóttir, leiðbeinandi
  9. Páll Jóhann Jónsson, útgerðarmaður, bæjarfulltrúi og fyrrv. alþingismaður
  10. Margrét Önundardóttir, grunnskólakennari
  11. Björgvin Björgvinsson, húsasmíðameistari
  12. Theodóra Káradóttir, flugfreyja
  13. Friðrik Björnsson, rafvirkjameistari
  14. Kristinn Haukur Þórhallsson, eldri borgari