Á fjölmennum fundi Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði 15. apríl var samþykktur framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir sveitastjórnakosningarnar í vor. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur, leiðir framboðslistann, Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur, er í öðru sæti og Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, er í því þriðja. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra skipar heiðurssæti listans.
Kosningaskrifstofa B-lista Framsóknarflokksins er við Thorsplan að Linnetstíg 2 í Hafnarfirði.
Framboðslistann skipa eftirtaldir:
- Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur
- Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur
- Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
- Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur
- Njóla Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur
- Margrét Össurardóttir, grunnskólakennari
- Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson, viðskiptafræðingur
- Linda Hrönn Þórisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og meistaranemi
- Sveinn Heiðar Jóhannesson, kjötiðnaðarmaður og söluráðgjafi
- Iuliana Kalenikova, lögfræðingur
- Garðar Smári Gunnarsson, vöruhússtjóri
- Árni Rúnar Árnason, tækjamaður í Suðurbæjarlaug
- Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, grunnskólakennari
- Sigurbjörn Richter, framhaldsskólanemi
- Sólrún Þrastardóttir, BEd í kennslufræðum og háskólanemi
- Kristján Rafn Heiðarsson, matreiðslumeistari og kennari
- Ingunn Mai Friðleifsdóttir, tannlæknir
- Ingvar Kristinsson, formaður fimleikafélagsins Björk
- Elín Karlsdóttir, matráðskona
- Stefán Hákonarson, smiður
- Eygló Harðardóttir, ráðherra
Listinn er paralisti og skipa hann 11 konur og 11 karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum vantaði Framsóknarflokkinn 15 atkvæði upp á að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.