Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

Deila grein

16/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

Á fjölmennum fundi Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði 15. apríl var samþykktur framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir sveitastjórnakosningarnar í vor. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur, leiðir framboðslistann, Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur, er í öðru sæti og Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, er í því þriðja. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra skipar heiðurssæti listans.
hafnarfjordur-frambodslisti
Kosningaskrifstofa B-lista Framsóknarflokksins er við Thorsplan að Linnetstíg 2 í Hafnarfirði.
Framboðslistann skipa eftirtaldir:

  1. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur
  2. Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur
  3. Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
  4. Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur
  5. Njóla Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur
  6. Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur
  7. Margrét Össurardóttir, grunnskólakennari
  8. Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson, viðskiptafræðingur
  9. Linda Hrönn Þórisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og meistaranemi
  10. Sveinn Heiðar Jóhannesson, kjötiðnaðarmaður og söluráðgjafi
  11. Iuliana Kalenikova, lögfræðingur
  12. Garðar Smári Gunnarsson, vöruhússtjóri
  13. Árni Rúnar Árnason, tækjamaður í Suðurbæjarlaug
  14. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, grunnskólakennari
  15. Sigurbjörn Richter, framhaldsskólanemi
  16. Sólrún Þrastardóttir, BEd í kennslufræðum og háskólanemi
  17. Kristján Rafn Heiðarsson, matreiðslumeistari og kennari
  18. Ingunn Mai Friðleifsdóttir, tannlæknir
  19. Ingvar Kristinsson, formaður fimleikafélagsins Björk
  20. Elín Karlsdóttir, matráðskona
  21. Stefán Hákonarson, smiður
  22. Eygló Harðardóttir, ráðherra

Listinn er paralisti og skipa hann 11 konur og 11 karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum vantaði Framsóknarflokkinn 15 atkvæði upp á að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.