Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á fjölmennu aukakjördæmisþingi KFNA sem haldið var í fjarfundi nú í kvöld.
Fram fór prófkjör með póstkosning um sex efstu sæti listans. Valið fór fram dagana 1.-31. mars. Kjörstjórn KFNA gerði tillögu um önnur sæti listans samkvæmt framboðsreglum Framsóknar í heild að öðru leyti til stjórnar kjördæmissambandsins sem lagði hann fyrir aukakjördæmisþingið nú í kvöld.
Hvert sæti listans er skipað öflugu fólki hvaðanæva að í kjördæminu með fjölbreyttan bakgrunn sem á það sameiginlegt að vilja vinna að stöðugum umbótum á samfélaginu á grunni samvinnu og jafnaðar. Á listanum fer saman víðtæk þekking, reynsla, framsýni og kraftur til að vinna að öflugu samfélagi, með öruggar grunnstoðir og fjölbreytt atvinnulíf í öndvegi.
Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar er oddviti listans. Í öðru sæti er Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður. Þriðja sætið skipar Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og alþingismaður. Í fjórða sæti er Helgi Héðinsson, bóndi og oddviti Skútustaðahrepps. Fimmta sætið skipar Halldóra Hauksdóttir, lögfræðingur og sjötta sætið Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi. Friðbjörn Haukur Guðmundsson, bóndi, skipar heiðurssæti listans.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021:
1. Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri, Akureyri
2. Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Fáskrúðsfirði
3. Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi, Grýtubakkahreppi
4. Helgi Héðinsson, oddviti, Skútustaðahreppi
5. Halldóra Hauksdóttir, lögmaður, Akureyri
6. Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi, Kelduhverfi
7. Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur, Egilsstöðum
8. Ari Teitsson, lífeyrisþegi, Þingeyjarsveit
9. Brynja Rún Benediktsdóttir, verkefnastjóri, Húsavík
10. Eiður Gísli Guðmundsson, leiðsögumaður, Djúpavogi
11. Íris Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi, Dalvíkurbyggð
12. Sverre Andreas Jakobsson, handboltaþjálfari, Akureyri
13. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri, Fljótsdalshreppi
14. Halldóra Magnúsdóttir, leikskólastarfsmaður, Eyjafjarðarsveit
15. Eggert Stefánsson, bóndi, Þistilfirði
16. Rósa Jónsdóttir, nemi, Fjallabyggð
17. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, verkstjóri, Stöðvarfirði
18. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðimeistari, Egilsstöðum
19. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, húsmóðir, Húsavík
20. Friðbjörn Haukur Guðmundsson, bóndi, Vopnafirði