Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn hafa myndað nýjan meirihluta í Grindavík. Bæjarfulltrúar framboðanna undirrituðu í dag málefnasamning um verkefni og samstarf næsta kjörtímabils.
Nýr forseti bæjarstjórnar verður Ásrún H. Kristinsdóttir, fulltrúi Framsóknar, en þriðja ár kjörtímabilsins tekur Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi Raddar unga fólksins, við embættinu. Hjálmar Hallgrímsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verður formaður bæjarráðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri verður endurráðinn.
Málefnasamningur verður birtur að loknum fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar þriðjudaginn 7. júní.
Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:
Í bæjarstjórnarkosningunum buðu fram eftirtalin framboð: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Samfylking og óháðir og Rödd unga fólksins.
Miðflokkurinn hlaut 3 bæjarfulltrúa og bætti við sig tveimur, Sjálfstæðisflokkur hlaut 2 og tapaði einum, Framsóknarflokkur hlaut 1 og Rödd unga fólksins 1. Samfylkingin og óháðir töpuðu sínum bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkinn vantaði 23 atkvæði til að fella þriðja mann Miðflokksins og Samfylkinguna og óháða vantaði 25 atkvæði til þess sama.
Úrslit:
Grindavík | Atkv. | % | Fltr. | Breyting | |
B-listi Framsóknarflokks | 324 | 20.24% | 1 | 6.42% | 0 |
D-listi Sjálfstæðisflokks | 397 | 24.80% | 2 | -8.75% | -1 |
M-listi Miðflokksins | 519 | 32.42% | 3 | 18.86% | 2 |
S-listi Samfylkingar og óháðra | 149 | 9.31% | 0 | -1.17% | -1 |
U-listi Raddar unga fólksins | 212 | 13.24% | 1 | -5.91% | 0 |
G-listi Grindavíkurlistans | -9.45% | 0 | |||
Samtals gild atkvæði | 1,601 | 100.00% | 7 | -0.01% | 0 |
Auðir seðlar | 20 | 1.23% | |||
Ógild atkvæði | 2 | 0.12% | |||
Samtals greidd atkvæði | 1,623 | 64.12% | |||
Kjósendur á kjörskrá | 2,531 |
Kjörnir bæjarfulltrúar | Atkv. |
1. Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir (M) | 519 |
2. Hjálmar Hallgrímsson (D) | 397 |
3. Ásrún Helga Kristinsdóttir (B) | 324 |
4. Birgitta Rán Friðfinnsdóttir (M) | 260 |
5. Helga Dís Jakobsdóttir (U) | 212 |
6. Birgitta H. Ramsey Káradóttir (D) | 199 |
7. Gunnar Már Gunnarsson (M) | 173 |
Næstir inn | vantar |
Sverrir Auðunsson (B) | 23 |
Siggeir Fannar Ævarsson (S) | 25 |
Eva Lind Matthíasdóttir (D) | 123 |
Sævar Þór Birgisson (U) | 135 |