Categories
Fréttir

Framsókn í Múlaþingi stillir upp á framboðslista

Deila grein

09/02/2022

Framsókn í Múlaþingi stillir upp á framboðslista

Framsóknarfélag Múlaþings hefur falið uppstillingarnefnd að gera tillögu að framboðslista félagsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Félagsfundur 29. janúar kaus ellefu fulltrúa í uppstillingarnefnd sem hefur tekið til starfa. Formaður nefndarinnar er Stefán Bogi Sveinsson en sérstakur framkvæmdahópur skipaður þremur erindrekum, Eygló Björgu Jóhannsdóttur, Kristjönu Björnsdóttur og Þorvaldi P. Hjarðar, heldur utan um vinnu við uppstillinguna milli funda nefndarinnar.

Þegar tillaga uppstillingarnefndar liggur fyrir mun verða boðað til félagsfundar þar sem framboðslistinn verður borinn upp til samþykktar.