Categories
Fréttir

Framsókn og óháðir bjóða fram í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar

Deila grein

28/02/2018

Framsókn og óháðir bjóða fram í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar

Á fundi fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Hafnarfirði var samþykkt að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum undir merkjum Framsóknar og óháðra. Markmið framboðsins er að lækka álögur á fjölskyldufólk, auka þjónustu, stuðla að meiri sátt og vinna að auknu samstarfi milli kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn.
Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista. Uppstillinganefnd hefur verið skipuð og hefur þegar hafið störf. Óskað er eftir framboðum á lista Framsóknar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og skal framboðum skilað inn á netfangið xbohadir@gmail.com fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 6. mars.
Gert er ráð fyrir að uppstillingu efstu 10 verði lokið 9. mars næstkomandi.
Stjórn fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Hafnarfirði, 27. febrúar 2018.