Categories
Fréttir

Framsókn sigurvegari kosninganna – 34.501 atkvæði eða 17,3%

Deila grein

27/09/2021

Framsókn sigurvegari kosninganna – 34.501 atkvæði eða 17,3%

Framsókn er óumdeildur sigurvegari alþingiskosninganna s.l. laugardag. Flokkurinn bætir við sig fimm þingmönnum og verða þá alls 13 alþingismenn í þingflokki Framsóknarmanna á Alþingi á komandi kjörtímabili. Það er besta niðurstaða Framsóknar í kosningum frá árinu 2013.

Að lokinni talningu í öllum kjördæmum var ljóst að Framsókn hafði hlotið 34.501 (17,3%) atkvæði og bætti sig um 6,6 prósentustig frá alþingiskosningunum 2017. Framsókn er núna með fyrsta þingmann bæði í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi og fékk til að mynda þingmann í báðum Reykjavíkurkjördæmunum.

Framsóknarflokkurinn er sigurvegari kosninganna. Við erum að bæta mjög miklu fylgi við okkur og við erum ótrúlega þakklát fyrir það.“ – Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar.

Ágúst Bjarni Garðarsson, nýkjörinn alþingismaður, sem skipaði annað sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, telur aukið fylgi flokksins meðal annars mega rekja til starfa flokksins í barna- og samgöngumálum.  „Flokkurinn hefur verið að fjárfesta í innviðum og fólki, en um leið sýna aðhald í rekstri og ég held að fólk almennt sé að kalla eftir stöðugleika í þjóðfélaginu okkar.“

Þetta var alltaf markmiðið en þetta kom vissulega á óvart. Ég er ótrúlega spennt og auðmjúk fyrir þessu tækifæri að fá að vinna að sameiginlegum markmiðum okkar allra á þessum vettvangi.“ – Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, er skipaði þriðja sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi.

Heimild: Kosningasaga.

Reykjavík

Framsókn fékk kjörna alþingismenn í báðum Reykjavíkurkjördæmunum en vert að geta þess að síðast fékk flokkurinn kjörin þingmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður árið 2013. Þetta er sérlega góður árangur í Reykjavík. Í Reykjavík suður fékk flokkurinn 4.077 (11,5%) atkvæði. Í Reykjavík norður fékk flokkurinn 4.329 (12,3%) atkvæði. Alþingismenn Framsóknar í Reykjavík eru: 

  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir (Reykjavík suður)
  • Ásmundur Einar Daðason (Reykjavík norður)

Suðvesturkjördæmi

Framsókn fékk tvo alþingismenn kjörna í Suðvesturkjördæmi þar sem Willum Þór Þórsson hefur leitt frá árinu 2017. Flokkurinn fékk 8.520 (14,5%) atkvæði og er næststærsti flokkurinn í kjördæminu. Gaman að geta þess að Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, er annar alþingismaðurinn er Framsóknarfólk í Hafnarfirði fær kjörinn á Alþingi. Eygló Þóra Harðardóttir, fyrrv. alþingismaður og ráðherra var fyrsti fulltrúinn, kjörin í alþingiskosningunum 2016. Alþingismenn Framsóknar í Suðvestur eru: 

  • Willum Þór Þórsson
  • Ágúst Bjarni Garðarsson

Norðvesturkjördæmi

Framsókn er sigurvegari kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Flokkurinn bætir við sig þingmanni og nær inn þremur mönnum. Flokkurinn fékk 4.448 (25,8) atkvæði og á fyrsta þingmann kjördæmisins, Stefán Vagn Stefánsson. Alþingismenn Framsóknar í Norðvestur eru:

  • Stefán Vagn Stefánsson
  • Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
  • Halla Signý Kristjánsdóttir

Norðausturkjördæmi

Framsókn er sigurvegari kosninganna í Norðausturkjördæmi. Flokkurinn bætir við sig þingmanni og nær inn þremur mönnum. Flokkurinn fékk 6.016 (25,6%) atkvæði og er Ingibjörg Ólöf Isaksen, oddviti flokksins, fyrsti þingmaður kjördæmisins. Alþingismenn Framsóknar í Norðaustur eru:

  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Líneik Anna Sævarsdóttir
  • Þórarinn Ingi Pétursson

Suðurkjördæmi

Framsókn er næststærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi og bætir við sig þingmanni og nær inn þremur mönnum. Flokkurinn fékk 7.111 (23,9%) atkvæði og er 186 atkvæðum frá því að eiga fyrsta þingmann kjördæmisins. Alþingismenn Framsóknar í Suður eru:

  • Sigurður Ingi Jóhannsson
  • Jóhann Friðrik Friðriksson
  • Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir