Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.
Dagskrána er líka að finna á Facebook síðu Fundar fólksins.
Hér er dagskráin í Tjaldi atvinnulífsins:
Dagskrá (með fyrirvara um breytingar):
Þátttaka alþingsmanna er með fyrirvara um skyndilegar breytingar í dagskrá Alþingis.
Dagskrá síðast uppfærð 8. júní kl. 13:57
- Kristinn Rafnsson ræðir við Norman Solomon.
09:00 – 12:00 – Heldri borgarar bjóða upp á kaffi og kleinur. Stjórnmálabúðir.
- Umræður um jarðveg, loftslagsmál og náttúrugæði af mannavöldum. Andri Snær Magnason stýrir umræðum. Björn Guðbrandur Jónsson talar fyrir Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs.
- Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur fjallar um formbreytingu upplýsinga frá prenti til stafrænna forma, hlutverk ríkisins og hvað einkennir upplýsingasamfélag framtíðarinnar. Halldór Auðar Svansson fjallar um upplýsingastefnu borgarinnar.
12:00 – 13:00 – Verndun miðhálendisins. Hátíðarsalur Norræna hússins.
- Landvernd býður til umræðu um verndun hálendisins og kynnir niðurstöður málþings Landverndar sem haldið var 16. apríl síðastliðinn.
12:00 – 15:00 – Kjörnir fulltrúar taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir.
- Kjörið tækifæri fyrir alla að kynnast þingmönnum okkar.
13:10 – 13:30 – Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.Útisvæðið.
- Þeir aðilar sem tilnefndir eru til verðlaunanna kynna verkefni sín og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir frá því hvers vegna Reykjavíkurborg hlaut verðlaunin árið 2014. Siv Friðleifsdóttir kynnir tilnefningarnar.
13:00 – 14:00 – Ekkert hatur – orð hafa ábyrgð. Hátíðarsalur Norræna hússins.
- Fulltrúar samtakanna Heimili og skóli bjóða til umræðu um hvernig best er að stuðla að opnara og betra samfélagi þar sem hatursáróður fær ekki að þrífast.
13:00 – 14:00 – Hvaða máli skiptir móðurmálið? Fundarherbergi Norræna hússins.
- Mikilvægi viðurkenningar á móðurmáli barna af erlendum uppruna.
- Fjölmiðlanefnd stendur fyrir málstofunni. Þátttakendur eru; Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og fyrrv. mennta- og menningarmálaráðherra, Finnur Beck, formaður nefndar mennta- og menningarmálaráðherra um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga sem skilaði tillögum 2013, Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, lögfræðingur fjölmiðlanefndar. Málstofustjóri verður Arna Schram, nefndarmaður í fjölmiðlanefnd.
14:00 – 15:00 – Svavar Knútur. Útisvæðið.
- Svavar Knútur, tónlistarmaður, kemur fram á sviðinu á útisvæðinu.
14:00 – 15:00 – Trúnó á fundi fólksins. Kjallari Norræna hússins.
- Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar fer á trúnó með gestum um velferðarmál.
14:00 – 17:00 – Allt sem þú vildir vita um ESB en þorðir ekki að spyrja.
Fundarherbergi Norræna hússins.
- Hnitmiðað námskeið um ESB sem er skipt upp í tvo hluta: saga og uppbygging/stefna og hlutverk. Kennarar eru Eiríkur Bergmann og Magnús Árni Skjöld Magnússon.
14:00 – Geta Norðurlöndin reddað heiminum frá loftslagshörmungum? Norræna tjaldið.
- Svandís Svavarsdóttir alþingismaður og fleiri.
Tryggvi Felixson, ráðgjafi hjá Norðurlandaráði, opnar og stýrir umræðum.
14:30 – 15:30 – Pírataskólinn. Gróðurhúsið.
- Liðsmenn Pírata hafa umsjón með dagskrá.
14:30 – 15:30 – Stefnumót við VG. Kjallari Norræna hússins.
- Kíktu á Vinstri græn og spurðu þingmenn hreyfingarinnar spjörunum úr.
14:40 – Bætum heilsuna með samstarfi við grannlöndin – tillögur Könbergs. Norræna tjaldið.
- Jóhann María Sigmundsdóttir alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði og Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og varaforseti Norðurlandaráðs. Geir Oddsson ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu opnar og stýrir umræðum.
15:00 – 16:00 – Sveitastjórnarfulltrúar taka á móti gestum.Stjórnmálabúðir.
- Kynnist sveitastjórnarfulltrúum!
- Umræða um virði frjálsra félagasamtaka í samfélagsumræðunni og sem þrýstiafl.
- Bókaspjall um nýjar, íslenskar bækur um þjóðmál. Rætt verður við: Björn Þorláksson (Mannorðsmorðingjar?), Eggert Skúlason (Andersenskjölin) og Héðin Unnsteinsson (Vertu úlfur). Fundarstjóri: Helgi Seljan, fjölmiðlamaður á RÚV.
15:30 – Allt í hring! Lífhagkerfið er framtíðin! Norræna tjaldið.
- Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði. Geir Oddsson, ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu, opnar og stýrir umræðum.
16:00 – Gildin í náttúrunni – virðing og vinsemd. Norræna tjaldið.
- Gunnar Hersveinn segir frá.
- Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Norræna félagsins í Reykjavík.
- Málþing Norðurslóðaseturs.
17:00 – 18:30 – 100 ára kosningaafmæli kvenna. Hátíðarsalur Norræna hússins.
- Félagar í VG syngja baráttusöngva! Allir velkomnir.
18:00 – 20:00 – Konur fagna 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna.Stjórnmálabúðir.
- Ungliðahreyfing Slow Food og Vinstri grænna standa fyrir diskósúpu.
20:00 – 21:00 – Opið hús hjá ungliðahreyfingum. Stjórnmálabúðir.
- Aðalsteinn Ásberg og Ása Aðalsteinsdóttir syngja norræn vísnalög. Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir syngja Norræna slagara. Ari Eldjárn fer með norrænt spé.
- Stjórnarskrárfélagið og Píratar standa sameiginlega að sýningu heimildarmyndarinnar Blueberry Soup sem var tekin hér á landi. Myndin er á ensku og án þýðingartexta. Umræður um efni myndarinnar við leikstjórann Eileen Jerrett strax á eftir sýningu hennar. Þau Andri Snær Magnason, Katrín Oddsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Svavar Knútur taka þátt í umræðunum.
21:00 – 22:00 – 3 basískar, tónlistaratriði. Útisvæðið.
21:30 – 22:00 – Ástin og leigumarkaðurinn. Kjallari Norræna hússins.
- Þær stöllur, Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir fá til sín góðan gest og ræða pólitísk málefni líðandi stundar.
- Rannsóknarmiðstöð ferðamála stendur fyrir málþingi um íslenska ferðaþjónustu sem stendur nú á tímamótum.
10:00 – 12:00 – Sjálfstæðisflokkurinn býður til umræðu. Kjallari Norræna hússins.
- Dr. Antoni Abat Ninet, sérfræðingur í stjórnskipunarrétti við Kaupmannahafnarháskóla, flytur erindi. Íslenskir fræðimenn ræða við Antoni og svara spurningum gesta. Fer fram á ensku.
12:00 – 13:00 – Say So Scotland. Kjallari Norræna hússins.
- Þjóðfundurinn 2009 varð innblástur fyrir ferli sem nú á sér stað í Skotlandi.
- Finnski harmonikkuspilarinn Matti Kallio leikur nokkur vel valin lög.
12:00 – 13:30 – Framtíðarsýn leiðtoga stjórnmálaflokkanna.Hátíðarsalur Norræna hússins.
- Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna ræða um framtíð Íslands.
13:00 – 15:00 – Norrænt menningarmót. Norræna tjaldið.
- Fulltrúar frá öllum norrænu löndunum segja gestum frá lífi sínu og taka með sér persónulega muni.
13:00 – 13:30 – Teitur Magnússon. Útisvæðið.
- Teitur Magnússon, tónlistarmaður, skemmtir gestum og gangandi.
13:30 – 14:00 – Umræðan – Heiða Kristín Helgadóttir. Bókasafn Norræna hússins.
- Heiða Kristín Helgadóttir, umsjónarmaður Umræðunnar á Stöð 2 fær til sín góða gesti og ræðir mál líðandi stundar.
13:30 – 15:30 – Siðmennt. Fundarherbergi Norræna hússins.
- Málstofa og umræður með Jóhanni Björnssyni.
- Jazztríó leikur lög með norrænu ívafi.
13:45 – 14:30 – Borgaralaun. Kjallari Norræna hússins.
- Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata, fjallar um borgaralaun.
14:00 – 16:00 – Verkalýðsbaráttan og stjórnmálin í tónlist, máli og myndum.
Hátíðarsalur Norræna hússins.
- ASÍ og Starfsgreinasambandið standa fyrir málþingi þar sem boðið verður upp framsögur og pallborðsumræður milli fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálaflokka. Auk þess verður boðið upp á tónlistaratriði og myndasýningu.
- Liðsmenn Pírata hafa umsjón með dagskránni.
- Margrét Marteinsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar Framtíðar, ræðir þátt neytenda í umhverfisvernd.
15:00 – Gjörningur í minningarlundi um fórnarlömbin í Utøya. Norræna tjaldið.
- Þorvaldur S. Þorvaldsson, Bogi Ágústsson og Una Hildardóttir sjá um dagskránna.
16:00 – 16:45 – Fuglaleiðsögn um friðlandið. Útisvæðið.
- Fuglavernd býður til léttrar göngu um friðlandið í Vatnsmýri.
16:00 – 17:00 – Þingmenn taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir.
- Birgitta Jónsdóttir, Pírati, ræðir um sögu Pírata.
17:00 – 18:00 – Lokaathöfn Fundar fólksins 2015.