Categories
Fréttir

Gagnrýnir ráðherra fyrir rangar upplýsingar um viðbragðstíma í Háholti

Deila grein

13/03/2025

Gagnrýnir ráðherra fyrir rangar upplýsingar um viðbragðstíma í Háholti

Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður, gagnrýndi harðlega í ræðu á Alþingi nýlega ákvörðun stjórnvalda um að hafna nýtingu Háholts í Skagafirði fyrir vistun barna. Sagði hann mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, um að fara með rangar upplýsingar varðandi viðbragðstíma neyðaraðila á svæðinu, sem gætu haft þau áhrif að ranglega sé metið að staðurinn henti ekki fyrir vistun barna og þannig útilokað mögulega mikilvægt úrræði á röngum forsendum.

„Ráðherra heldur því fram að viðbragðstíminn í Háholti sé 30 mínútur. Raunveruleikinn er sá að frá Sauðárkróki að Háholti eru aðeins 22 km. Það myndi því þýða að ekið væri á aðeins 40 km. hraða í neyðarakstri, sem er auðvitað fjarstæðukennt,“ sagði Stefán Vagn.

Sagði hann sveitarfélagið hafa fengið ófullnægjandi eða engin svör frá ráðuneytinu varðandi nýtingu húsnæðisins í Háholti og að enginn fulltrúi hafi einu sinni komið á staðinn til að kanna aðstæður.

„Þetta eru rökleysur og sýna fram á illa upplýsta ákvörðun. Ég hvet ráðherra til að endurskoða málið, koma sjálf á staðinn og kanna aðstæður og tryggja að ákvörðun um nýtingu Háholts verði tekin á grundvelli réttra upplýsinga og raunverulegra staðreynda,“ sagði Stefán Vagn að lokum.

Störf þingsins – Stefán Vagn Stefánsson: