Categories
Fréttir

Gunnar Bragi fundar með sjávarútvegsráðherra Noregs

Deila grein

19/08/2016

Gunnar Bragi fundar með sjávarútvegsráðherra Noregs

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Per Sandberg  sjávarútvegsráðherra Noregs funduðu á þriðjudaginn í Þrándheimi. Ræddu ráðherrarnir meðal annars stöðu sjávarútvegs í ríkjunum, ástand fiskveiðistofna  og samvinnu ríkjanna í sjávarútvegi þar með talið á alþjóðavettvangi.

Gunnar bragi og Naustmarine

Gunnar Bragi heimsótti af þessu tilefni einnig Nor-Fishing sýninguna í Noregi sem haldin hefur verið annað hvert ár frá því á sjöunda áratug síðustu aldar. Meðal sýnenda 2016 frá Íslandi voru fyrirtækin Egersund Island, Naust Marine, Skaginn 3X og Trefjar LTD.

Gunnar Bragi: „Það er augljóst að málefni sjávarútvegs eru að verða fyrirferðarmeiri á dagskrá Evrópuþjóða. Sjávarútvegur flokkast sem blár efnahagur og horfa menn til þeirra fjölmörgu tækifæra sem felast í samspili sjávarútvegs og hinnar fjölbreyttu flóru sjávartengds iðnaðar. Íslensk fyrirtæki eru í fremstu röð á þessu sviði enda hafa þau lagt ríka áherslu á nýsköpun m.a. á sviði vinnslutækni og líftækni.“
Gunnar Bragi og Per Sandberg funda

Heimild: www.atvinnuvegaraduneyti.is