Karl Garðarsson alþingismaður ræddi vaxtalækkanir Seðlabankans í störfum þingsins í gær. „Það hefur ekki farið sérstaklega mikið fyrir þeirri frétt að bankarnir juku vaxtamun fyrir nokkrum dögum í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Þetta þýðir að heimilin verða af hundruðum milljóna króna. Þetta er gjöf bankanna til almennings í landinu í jólamánuðinum,“ sagði Karl.
„Þetta eru kaldar kveðjur til launþega sem berjast fyrir bættum kjörum sínum. Þetta eru líka kaldar kveðjur til stjórnvalda sem hafa beitt sér fyrir skuldaleiðréttingu. Í raun eru þetta óþolandi skilaboð fyrir þá kjarasamninga sem í hönd fara,“ sagði Karl.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]
Categories
„Heimilin verða af hundruðum milljóna króna“
17/12/2014
„Heimilin verða af hundruðum milljóna króna“