Categories
Fréttir

Hjördís Guðný nýr formaður Kvenna í Framsókn

Deila grein

13/10/2024

Hjördís Guðný nýr formaður Kvenna í Framsókn

Hjördís Guðný Guðmundsdóttir var um liðna helgi kjörin nýr formaður á Landsþingi Kvenna í Framsókn. Fráfarandi formaður Guðveig Lind Eyglóardóttur gaf ekki kost á sér til endurkjörs og eru henni færðar þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf.

Hjördís Guðný hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Framsókn frá árinu 2017 og er meðal annars sitjandi formaður Framsóknar í Garðabæ. Hún er fulltrúi Framsóknar og minnihluta bæjarstjórnarinnar í Garðabæ í málefnahópi um málefni fatlaðs fólks og sem áheyrnarfulltrúi í skólanefnd Garðabæjar. Áður hefur Hjördís setið sem aðalmaður í stjórn Tónlistarskóla Garðabæjar og stjórn Kvenréttindafélags Íslands. Er Hjördís þá einnig varamaður í útflutnings- og markaðsráði, skipuð af Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra.

Hjördís Guðný er með B.Ed gráðu frá Háskóla Íslands og stundaði meistaranám í mannauðsstjórnun við sama skóla. Hefur hún starfað sem stjórnandi í grunnskóla um árabil og þar áður sinnt grunnskólakennslu og stigsstjórn.

Kröftugt þing Kvenna í Framsókn

„Var landsþingið kröftugt og rödd kvenna einróma í því að jafnrétti skuli setja á oddinn í málefnavinnu flokksins og að bakslag það sem sést hefur í samfélaginu hvað jafnrétti varðar sé áskorun sem stjórnvöld og félagasamtök verða að mæta af fullum krafti. Verkefnið sé ærið og snertir alla kima stjórnsýslunnar og samfélagsins,“ segir Hjördís Guðný.

Aðrar kjörnar í framkvæmdastjórn Kvenna í Framsókn eru þær Ásdís Helga Bjarnadóttir, Liv Åse Skarstad, Linda Hrönn Þórisdóttir, Margrét Vala Marteinsdóttir og Ragnheiður Ingimundardóttir. Til vara eru þær Ragnheiður Ingimundardóttir og Karítas Ríkharðsdóttir.

Landsstjórn Kvenna í Framsókn skipa:
Díana Hilmarsdóttir (Suður)
Fanný Gunnarsdóttir (Reykjavík norður)
Svava H. Friðgeirsdóttir (Suðvestur)
Rakel Dögg Óskarsdóttir (Reykjavík suður)
Sunna Hlín Jóhannesdóttir (Norðaustur)
Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir (Norðvestur)
Drífa Sigfúsdóttir (Suður)
Ingveldur Sæmundsdóttir (Reykjavík suður)
Magnea Gná Jóhannesdóttir (Reykjaík norður)
Pálína Margeirsdóttir (Norðaustur)
Ragnheiður Ingimundardóttir (Norðvestur)
Þórey Anna Matthíasdóttir (Suðvestur)

Skoðunarmenn reikninga voru kjörnar:
Hildur Helga Gísladóttir og
Þorbjörg Sólbjartsdóttir