Categories
Fréttir

Íslendingar vilji áfram kaupa hágæða vöru

Deila grein

03/04/2019

Íslendingar vilji áfram kaupa hágæða vöru

Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður, segir í yfirlýsingu í dag, að stóra verkefnið sé „að gera íslenskan landbúnað samkeppnishæfan gagnvart þeim innflutningi sem framundan er. Við þurfum að finna haldbæra lausn sem tryggir öflugar varnir.“
En á Alþingi í gær var mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma (innflutningur á búfjárafurðum). Þórarinn Ingi kom í ræðu sinni inn á „mikilvægi þess að afurðastöðvar í kjötiðnaði geti sameinast til þess að mæta þeim áskorunum sem framundan eru í íslenskum landbúnaði. Staða okkar er mjög sérstök þegar kemur að hreinleika landbúnaðarafurða og hana þurfum við að verja.“
„Við þurfum líka að huga að upprunamerkingu matvæla svo neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Ég trúi því að íslenskir neytendur vilji áfram kaupa hágæða vöru framleidda af íslenskum bændum,“ sagði Þórarinn Ingi.