Starfshópur um Sundabraut á vegum ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið störfum og skilað skýrslu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sundabraut hefur verið til skoðunar um árabil og í skýrslunni eru nokkrir valkostir vegnir og metnir. Í niðurstöðum hópsins eru tveir valkostir taldir koma til greina; jarðgöng yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Hvorki botngöng né hábrú yfir Kleppsvík voru taldir fýsilegir kostir.
„Sundabrautin myndi tengja uppsveitir borgarinnar betur saman milli Kjalarnes, greiða fyrir umferð fólks og vöruflutninga í gegnum höfuðborgarsvæðið og vera öryggisatriði ef kæmi til þess að rýma þyrfti stóran hluta borgarinnar á skömmum tíma,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
„Með hliðsjón af öllu ofangreindu leggur starfshópurinn til að unnið verði að frekari undirbúningi Sundabrautar í jarðgöngum. Leitað verði leiða til að lækka kostnað við göngin, endurskoða tengingar þeirra við hafnarsvæðið, Sæbraut og Gufunes til að hámarka þann fjölda sem myndi aka göngin í stað annarra leiða. Jafnframt verði unnið að undirbúningi þess að leggja Sæbraut í stokk við Vogabyggð sem að mati hópsins er eðlilegur undanfari Sundabrautar,“ segir í skýrslu starfshópsins.
Categories
Jarðgöng yfir í Gufunes eða lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík?
03/07/2019
Jarðgöng yfir í Gufunes eða lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík?