Categories
Fréttir

Kosning utan kjörfundar í Norðausturkjördæmi

Deila grein

24/11/2024

Kosning utan kjörfundar í Norðausturkjördæmi

Utankjörfundarskrifstofa Framsóknar veitir nánari upplýsingar í síma 540 4300 eða á netfanginu framsokn@framsokn.is.

Hvert atkvæði skiptir okkur máli!

B er listabókstafur Framsóknar

Nauðsynlegt er að hafa meðferðis skilríki með ljósmynd og framvísa á kjörstað.

Ef kosið er utan kjördæmis kjósanda, innanlands eða erlendis skulu kjósendur sjálfir annast og kosta sendingu atkvæðisbréfs síns. Atkvæði má koma með eða senda til:

Framsóknarflokkurinn
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogi
ICELAND 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

  • Akureyri, Strandgötu 16, (þjónustuhús vestan við Eimskip),
    alla virka daga kl. 10:00 – 18:00. Um helgar kl. 11:00 – 15:00. Á kjördag kl. 10:00 – 17:00.
  • Húsavík, Útgarði 1, mán. til fim. kl. 9:00 – 15:00, föstud. kl. 9:00 – 14:00 og um helgar kl. 10:00 -13:00.
    Frá 18. nóvember nk. er opið mán. til fös. kl. 9:00 – 17:00 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Á kjördag er opið kl. 10:00 – 12:00.
  • Siglufjörður, Gránugötu 6, mán. til fim. kl. 9:00 – 15:00, föstud. kl. 9:00 – 14:00 og um helgar kl. 10:00 -13:00.
    Frá 18. nóvember nk. er opið mán. til fös. kl. 9:00 – 17:00 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Á kjördag er opið kl. 10:00 – 12:00.
  • Þórshöfn, Langanesvegi 2, virka daga frá kl.10:00 til 14:00.
    Frá 18. nóvember nk. er opið mán. – fös. kl. 10:00 -17.00 og um helgar er opið kl. 10:00 til 13.00.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer einnig fram í samstarfi við sveitarfélögin:

  • Dalvíkurbyggð: Ráðhúsinu, 2. hæð, virka daga kl. 10:00 – 12:00.
  • Grýtubakkahreppur: Túngötu 3, Grenivík, þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10:00 – 15:00.
  • Þingeyjarsveit: Stjórnsýsluhús Litlu-Laugum, miðvikudaga og föstudaga kl. 11:00 – 14:00.
  • Mývatnssveit: Íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð, fimmtudaga kl. 11-14.
  • Raufarhöfn: Skrifstofu Norðurþings, Aðalbraut 23, virka daga kl. 10:00 – 12:00, eða skv. samkomulagi.
  • Kópasker: Skrifstofu Norðurþings, Bakkagötu 10, dagana 15., 27. og 29. nóvember kl. 10:00 – 16:00.
  • Hrísey: Skrifstofu Akureyrarbæjar, Hlein, virka daga kl. 10:00 – 12:00.
  • Grímsey: Skrifstofu kjörstjóra, Önnu Maríu Sigvaldadóttur, skv. samkomulagi.

Atkvæðagreiðsla á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum:

  • Akureyri og nágrenni: Sjúkrahúsið á Akureyri, miðvikudaginn 27. nóvember, frá kl. 11:00.

Hafi sjúklingi á Sjúkrahúsinu á Akureyri verið ómögulegt að greiða atkvæði á ofangreindum tíma, gefst honum kostur á að greiða atkvæði á stofnuninni á kjördag, 30. nóvember, frá klukkan 12:00 til 12:30.

  • Húsavík: Dvalarheimilið Hvammur, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 10:30 – 12:00.
  • Heilbrigðisstofnun Norðurlands, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 10:30.
  • Þórshöfn: Dvalarheimilið Naust, þriðjudaginn 19. nóvember, frá kl. 14:00.
  • Siglufjörður: Heilbrigðisstofnun Norðurlands, fimmtudaginn 28. nóvember frá kl. 13:00
  • Ólafsfjörður:
  • Hornbrekka heimili aldraðra, miðvikudaginn 27. nóvember, frá kl. 13:00
  • Dalvík: Dvalarheimilið Dalbær, miðvikudaginn 20. nóvember frá kl. 12:30

Sýslumaðurinn á Austurlandi

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins frá og með 15. nóvember 2024 sem hér segir:

  • Egilsstaðir, Lyngás 15, virka daga frá kl. 9:00-17:00. Um helgar frá 10:00-13:00.
    Á kjördag frá kl. 10:00-14:00.
  • Eskifjörður, Strandgata 52, virka daga frá kl. 9:00-17:00. Um helgar frá 10:00-13:00.
  • Seyðisfjörður, Bjólfsgata 7, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14.00. Á kjördag frá kl. 14:00-16:00.
  • Vopnafjörður, Lónabraut 2, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00. Um helgar frá 10:00-13:00. Á kjördag frá kl. 11:00 – 14:00.
  • Hægt verður að kjósa á skrifstofu sveitarfélagsins Múlaþings á Djúpavogi og á Borgarfirði eystri frá og með mánudeginum 18. nóvember 2024 til og með 29. nóvember 2024 sem hér segir:
  • Djúpivogur, Bakka 1, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00 en föstudaga kl. 10:00-12:00.
  • Borgarfjörður eystri – Hreppstofa, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00 en föstudaga kl. 10:00-12:00.

Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini). Unnt er að framvísa rafrænu ökuskírteini.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi á sjúkrastofnunum innan umdæmisins fer fram sem hér segir:

  • Miðvikudaginn 27. nóvember 2024, Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum frá kl. 10:30-11:30.

Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi ef kjósandi getur ekki sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun skv. 3. tl., 2. mgr. 69. gr. kosningalaga nr.112/2021. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl. 10 tveimur dögum fyrir kjördag, sbr. 4.tl. 2. mgr. 69. gr. kosningalaga nr.121/2021.

Umsókn um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, skal berast eigi síðar en fimmtudaginn 28. nóvember kl. 10:00.