Categories
Fréttir

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Stefán Vagn Stefánsson

Deila grein

23/07/2019

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Stefán Vagn Stefánsson

Í Skagafirði leiddi Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og formaður byggðaráðs, framboðslista Framsóknarflokks 2018. Stefán Vagn er fæddur 17. janúar 1972 og er sonur Hrafnhildar Stefánsdóttur frá Hjaltastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði og Stefáns Guðmundssonar fyrrverandi alþingismanns frá Sauðárkróki.
Stefán Vagn hóf störf í lögreglunni á Sauðárkróki 1997 og starfaði þar til ársins 1998 er hann hóf störf í lögreglunni í Reykjavík. Hóf nám í lögregluskóla ríkisins árið 1998 og að skóla loknum hóf Stefán störf hjá lögreglunni í Reykjavík. Árið 2001 hóf hann störf í sérsveit ríkislögreglustjóra og starfaði þar til ársins 2007. Hóf störf í greiningardeild ríkislögreglustjóra árið 2007 til 2008 þegar hann hóf störf sem yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Stefán starfaði samhliða lögreglustarfinu hjá utanríkisráðuneytinu og fór til Afganistan sem friðargæsluliði 2006 til 2007. Stefán Vagn er giftur Hrafnhildi Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn.
Stefán var kjörinn til setu í sveitastjórn sveitafélagsins Skagafjarðar 2010 en hann var oddviti lista Framsóknar. Eftir sveitastjórnarkosningarnar 2010 var hann kjörinn formaður byggðarráðs sveitarfélagsins.

Hvers vegna í stjórnmál?

„Ég vil vinna að öflugum byggðum um land allt og að sjálfsögðu sérstaklega hér í Skagafirði. Ég segi það hreint út að við þurfum öfluga byggðarstefnu fyrir Ísland, við verðum að lyfta grettistaki. Það verður að jafna þann aðstöðumun sem hefur myndast á milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar og fyrir því berst ég,“ segir Stefán Vagn.

Áherslumál Framsóknar í Skagafirði

Hjá sveitarfélaginu verði viðhöfð ábyrg og gegnsæ stjórnsýsla líkt og undanfarin ár og öll framtíðarstörf auglýst eins og verið hefur. • Áfram verði sýnt aðhald og ábyrgð í rekstri sveitarsjóðs. Undir forystu Framsóknarflokksins hefur verið rekin ábyrg fjármálastjórn sem hefur skilað sér í mikilli innviðauppbyggingu á sama tíma og skuldahlutfall sveitarsjóðs hefur lækkað. • Í tengslum við endurskoðun á gildandi aðalskipulagi verði unnin sérstök stefnumörkun fyrir atvinnu- og byggðaþróun í Sveitarfélaginu Skagafirði í samvinnu við heimamenn á hverju svæði. • Tryggja þarf nægt framboð íbúðalóða á Hofsósi, í Varmahlíð og á Sauðárkróki. • Tryggja þarf íbúum Skagafjarðar aðgang að öflugri félagsþjónustu og að allir aldraðir íbúar sveitarfélagsins njóti lögbundinnar þjónustu. • Farið verði í viðræður við samgönguyfirvöld um að tryggja viðhald safn-, tengi- og þjóðvega um allt héraðið. • Sveitarfélagið á að standa vörðu um hagsmuni bænda enda landbúnaður einstaklega mikilvægur þáttur í atvinnulífi héraðsins. • Halda þarf merki Skagafjarðar á lofti sem eins öflugasta matvælaframleiðsuhéraðs landsins.

Fréttir og greinar

Hvítabjörninn á Þverárfjalli þann 2. júní 2008


Lögregla fékk tilkynningu um hvítabjörn og fór á staðinn til að staðfesta upplýsingarnar en á undan hafði fjölmiðlum verið tilkynnt um komu hvítabjarnarins. Þegar fréttist af hvítabirninum streymdi mikið af fólki á vettvanginn og voru margir komnir á undan lögreglu á staðinn. Byrjað var á að loka veginum við afleggjara Þverárfjallsvegs og Hrauns á Skaga en fólk var staðráðið í því að sjá dýrið og taka myndir af því þannig að sumir notuðu hjáleið sem lögreglumaður vissi ekki af og komst því nær. Af upplýsingum sjónarvotta að dæma virtist fólk ekki gera sér nokkra grein fyrir þeirri hættu sem stafaði af dýrinu.
Lögregla kallaði til fjórar skyttur sem komu á vettvang skömmu á eftir lögreglu. Einnig var leitað aðstoðar Náttúrustofu Norðurlands vestra (NNV). Þegar hér var komið reyndi lögreglan að tryggja vettvang eftir föngum en það var erfitt þar sem mikið af fólki var á staðnum nokkur hundruð metra frá dýrinu. Lögregla og skyttur fylgdust með dýrinu en fljótlega kom að því styggð og dýrið fór á hreyfingu. Hvarf dýrið í um fimm mínútur og sást aftur þar sem það var komið töluvert lengra til suðvesturs og útfyrir þá lokun sem lögregla hafði sett. Mikil þoka var ofar í hlíðum Þverárfjalls og af öryggisástæðum og ótta við að dýrið myndi týnast í þokunni var tekin ákvörðun um að fella dýrið.
Stefáni Vagni varð á orði á dögunum: „Rakst aftur á þennan, nú í Perlunni.“