Átta verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi í prófkjöri 19. júní 2021. Kosið verður um fimm efstu sætin. Talning atkvæða mun fara fram sunnudaginn 20. júní.
Í framboði eru:

- Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi – sækist eftir 1. sæti
- Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ – sækist eftir 2. sæti
- Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 2. sæti
- Daði Geir Samúelsson, Hrunamannahreppi – sækist eftir 2.- 4. sæti
- Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg – sækist eftir 3. sæti
- Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 3.- 4. sæti
- Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjum – sækist eftir 3.- 4. sæti
- Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, Vík í Mýrdal – sækist eftir 3.- 5. sæti


Kjósendur skulu velja 5 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, og merkja með tölustöfum við nöfn þeirra og í þeirri röð sem þeir vilja að frambjóðendur taki sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu. Það er 1 við þann sem kjósandi vill að skipi efsta sæti, 2 við þann sem kjósandi vill í annað sæti, 3 við þann sem skipa skal þriðja sætið, o.s.frv.
Athugið að ekki má merkja við færri eða fleiri frambjóðendur en fimm, annars verður atkvæðið ógilt.