Sjö verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri 8. maí 2021. Kosið verður um fimm efstu sætin. Talning atkvæða mun fara fram sunnudaginn 9. maí.
Kosið verður í lokuðu prófkjöri Framsóknar í Suðvesturkjördæmi laugardaginn 8. maí í Bæjarlind 14 – 16, Kópavogi, frá klukkan 10:00- 18:00.
Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar 5.-7. maí frá klukkan 16:00-19:00 í Bæjarlind 14 – 16, Kópavogi.
Kosið er um fimm efstu sætin og kjósandi setur tölustaf fyrir framan nafn þess sem hann vill kjósa, 1 fyrir framan þann sem hann vill í fyrsta sæti, 2 fyrir framan þann sem hann vill í annað sæti og svo framvegis upp í fimm sæti.
Athugið að ekki má merkja við færri eða fleiri frambjóðendur en fimm, annars verður atkvæðið ógilt.