Categories
Fréttir

Landsbankinn verði samfélagsbanki í eigu þjóðarinnar

Deila grein

16/09/2015

Landsbankinn verði samfélagsbanki í eigu þjóðarinnar

logo-lfk-gluggiHaustfundur landsstjórnar Landssambands Framsóknarkvenna, haldinn í Reykjavík 12. september 2015, leggur áherslu á að Landsbankinn verði samfélagsbanki í eigu þjóðarinnar með það markmiði að þjóna samfélaginu í stað þess að hámarka hagnað. Til að bregðast við fákeppni á bankamarkaði er nauðsynlegt að Landsbankinn hafi þann tilgang að bjóða góða þjónustu á bestu kjörum til að efla samkeppni í bankaþjónustu á landsvísu. Landsbankinn verði bakhjarl sparisjóðakerfisins. Einnig vill landssamband framsóknarkvenna benda á að það er í samræmi við ályktun flokksþings Framsóknar árið 2015.
Haustfundur landsstjórnar Landssambands Framsóknarkvenna, haldinn í Reykjavík 12. september 2015, hvetur ríkisstjórn Íslands til þess að halda vel áfram í þá átt að afnema verðtryggingu. Ljóst er að stíga þarf varlega til jarðar en eftirfarandi áherslum þarf að halda á lofti: að óheimilt verði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána verði lengdur í allt að 10 ár, takmarkanir verði gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána og hvatar auknir til töku og veitingar óverðtryggðra lána.