Landsstjórn Framsóknar hefur samþykkt samræmdar viðmiðunarreglur um val á framboðslista sem gilda um alla valkosti í öllum sveitarfélögum. Kjördæmaþing, fulltrúaráð eða félagsfundur í hverju sveitarfélagi tekur ákvörðun um aðferð við röðun á lista.
Fjórar leiðir í boði við val frambjóðenda
Sveitarfélög geta valið eina af eftirfarandi aðferðum við val á frambjóðendum: a) rafræn kosning, b) lokað prófkjör, c) uppstilling og d) opið prófkjör. Jafnframt var samþykkt að Kjördæmasambandið í Reykjavík gæti viðhaft tvöfallt kjördæmaþing við val á frambjóðendum.
Aðildarfélög í viðkomandi sveitarfélagi bera ábyrgð á framboði til sveitarstjórnar, ákveða aðferð við val frambjóðenda, sjá um framkvæmd valsins og ganga frá framboðslista. Ef framboð er í samstarfi við aðra flokka eða samtök setur fulltrúaráð/félagsfundur framsóknarfélags reglur um framkvæmd slíks samstarfs.
Landsstjórn samþykkt að ekki skulu vera fleiri en þrír af sama kyni í 5 efstu sætum framboðslistans. Jafnframt gildir að framboðslisti skuli hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40%, nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður eru því til fyrirstöðu.
Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag og framboðsfrestur rennur út 15 dögum fyrir valdag.
Hagnýtar upplýsingar vegna framboðsleiðanna:
- Aðferð við val: rafræn kosning, lokað prófkjör, uppstilling eða opið prófkjör. Tvöfallt kjördæmaþing er heimilt að viðhafa í Reykjavík.
- Valdagur: dagsetning kosningar í efsta eða efstu sæti.
- Kjörskrá lokar: 30 dögum fyrir valdag.
- Framboðsfrestur rennur út: 15 dögum fyrir valdag.
