Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknarflokks í Borgarbyggð lögðu fram tillögu á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar, fimmtudaginn 14. mars, þess efni að foreldrum barna á leikskólaaldri verði gert að láta bólusetja börn sín, vilji þau fá dagvistunarpláss fyrir þau á leikskólum í sveitarfélaginu. Var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar að vísa tillögunni til byggðarráðs og velferðarnefndar.
Tillagan í heild sinni hljóðaði svo:
„Fulltrúar Framsóknarflokksins minna á að bólusetningum barna er ætlað að verja börn gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Öllum börnum með lögheimili hér á landi stendur til boða bólusetning gjaldfrjálst. Fulltrúar Framsóknarflokksins leggja til að frá haustinu 2019 verði samþykki fyrir dagvistun í leikskólum Borgarbyggðar háð því að foreldrar eða forráðamenn framvísi skírteini sem staðfestir að börn hafi verið bólusett samkvæmt því skipulagi sem sóttvarnarlæknir leggur fram. Undirrituð óska eftir því að efni bókunarinnar verði vísað inn í byggðarráð til frekari umræðu.“
Categories
Leikskólavist verði háð því að börn séu bólusett
18/03/2019
Leikskólavist verði háð því að börn séu bólusett