Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, varaþingmaður, var kjörin ritari Framsóknar á haustfundi miðstjórnar á laugardaginn. Alls greiddu 169 miðstjórnarfulltrúar atkvæði og fór kosningin þannig: Lilja Rannveig hlaut 90 atkvæði (53,3%), Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, hlaut 46 atkvæði (27,2%) og Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, hlaut 33 atkvæði (19,5%).
„Ég er afar þakklát fyrir traustið og spennt fyrir nýju hlutverki,“ sagði Lilja Rannveig eftir kjörið. „Mikil verkefni eru fram undan þar sem sveitarstjórnarkosningar nálgast.“
Lilja Rannveig hefur verið virk í starfi flokksins í yfir áratug. Hún var kjörin formaður Sambands ungra Framsóknarmanna árið 2018 og gengdi því embætti til ársins 2021. Lilja Rannveig var kjörin til setu á Alþingi í alþingiskosningunum 2021 fyrir Norðvesturkjördæmi og var alþingismaður til 2024. Hún er í dag formaður málefnanefndar flokksins og vinnur að málefnastarfi fram að Flokksþingi. Lilja Rannveig er formaður Framsóknarfélags Borgarbyggðar.
Við í Framsókn óskum Lilju Rannveigu innilega til hamingju með kjördið og þökkum jafnframt fráfarandi ritara Framsóknar Ásmundi Einari Daðasyni fyrir mjög gott og öflugt starf í þágu flokksins.