Categories
Fréttir

Með varmadælum þar sem við á er stuðlað að sjálfbærni!

Deila grein

08/05/2019

Með varmadælum þar sem við á er stuðlað að sjálfbærni!

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, segir í yfirlýsingu í dag að „eitt af þeim málum sem afgreitt var á Alþingi í gær var framlenging á heimild til endurgreiðslu á virðisaukaskatti af varmadælum sem notaðar eru til húshitunar á heimilum. Þetta er mikilvægt mál og nú þarf að finna leið til styðja og hvetja til uppsetningar varmadæla í öðru húsnæði utan hitveitusvæða.
Varmadælur eru umhverfisvænar lausnir sem bæta orkunýtni og lækka rafhitunarkostnað. Hægt er að fá 2–5 kílóvattstundir af hitaorku úr hverri kílóvattstund af raforku sem knýr varmadælu á meðan bein rafhitun skilar aðeins einni kílóvattstund af rafhita fyrir hverja kílóvattstund af raforku sem fer inn í íbúðarhúsnæði. Með notkun varmadæla þar sem við á er stuðlað að sjálfbærni.“