Categories
Fréttir

Neytendavernd verði tryggð í nýjum lögum um gengistryggð krónulán

Deila grein

06/03/2015

Neytendavernd verði tryggð í nýjum lögum um gengistryggð krónulán

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, hefur beðið samflokksþingmenn sína í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að halda vel til haga neytendavernd við alla vinnu við frumvarp er heimilar fjármálastofnunum að veita gengistryggð krónulán.
„Ég hljóma eflaust eins og biluð plata þegar ég segi næstu setningar: Núna, nokkrum árum eftir hrun, eru enn einstaklingar og fjölskyldur í landinu sem sitja eftir með sárt ennið, eru með gengistryggð lán, sams konar lán og dæmd hafa verið ólögmæt, með sams konar lánaskilmála og dæmdir hafa verið ólögmætir, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti, en of margir af þessum einstaklingum fá ekki leiðréttingar á lánum sínum nema að sækja mál sitt fyrir dómstólum. Það er algjörlega óþolandi,“ sagði Elsa Lára á Alþingi í vikunni og bætti við, „við megum ekki horfa upp á sama ástand skapast aftur.“
Ræða Elsu Láru Arnardóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.