Categories
Fréttir

Nýtt og betra samræmt námsmat

Deila grein

09/08/2024

Nýtt og betra samræmt námsmat

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fer yfir breytingarnar í íslensku menntakerfi í viðtali við visir.is. Segir hann það fagnaðarefni hversu mikið hefur verð rætt um menntamál undanfarið, ræðir hann þar sérstaklega samræmt námsmat.

Matsferill mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. „Hugsunin á bak við þennan Matsferil er sú að þetta sé miklu betra verkfæri fyrir skólana til að nýta dag frá degi fyrir nemendurna til að sjá framfarir, og býður líka upp á möguleikann á því að tengja við nýjan gagnagrunn sem tekur til starfa nú í október,“ segir Ásmundur Einar.

Hægt verði að grípa krakkana „miklu miklu fyrr“ þegar frávik verða í námi.

Ný lög um námsgögn, skólaþjónustu og inngildandi menntun

Samhliða þessum breytingum er einnig verið að ljúka við ný lög um námsgögn, en fyrirhuguð er gríðarleg aukning í námsgagnagerð. Eins verði frumvarp lagt fram um skólaþjónustu og inngildandi menntun, sem búið er að vinna í samráði við fjölda aðila.

„Í mikilli samvinnu við fólkið sem starfar á vettvangi skóla og fleiri aðila hefur síðastliðin ár verið unnið að umtalsverðum breytingum á íslensku menntakerfi. Það hefur verið gaman að finna þann samtakamátt sem einkennt hefur undirbúning þessara stóru kerfisbreytinga sem nú eru að líta dagsins ljós.“

„Menntamál eru eitt mikilvægasta mál samfélagsins og þannig mál okkar allra. En um leið og við eigum og þurfum að ræða þessi mál og þær ýmsu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir, þá megum við ekki líta fram hjá því magnaða starfi sem fer fram svo víða og þeim mikla mannauði sem starfar í íslensku menntakerfi.“

Undanfarið hefur mikið verið rætt um menntamál sem er fagnaðarefni. Í mikilli samvinnu við fólkið sem starfar á…

Posted by Ásmundur Einar Daðason on Föstudagur, 9. ágúst 2024