Öryrkjabandalag Íslands var með kynningu á starfsemi sinni á flokksþingi framsóknarmanna í apríl.
Var skrifstofu flokksins gefin vegleg gjöf af ÖBÍ, „Eitt samfélag fyrir alla“ hálfrar aldar saga Öryrkjabandalags Íslands sem stofnað var 5. maí 1961. Friðrik G. Olgeirsson, sagnfræðingur, er höfundur bókarinnar og greinir hann frá þrotlausri baráttu fatlaðs fólks, starfsfólks bandalagsins og annarra velunnarar fatlaðra fyrir bættum kjörum þeirra og auknum möguleikum til þátttöku í samfélaginu. Jafnframt var skrifstofu afhent heimildamynd um 50 ára saga bandalagsins.
ÖBÍ leggur núna mesta áherslu á að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) verði fullgiltur sem allra fyrst. SRFF er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Samningurinn markar tímamót í allri mannréttinda- og frelsisbaráttu fatlaðs fólks. Samkvæmt framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks átti að leggja fram frumvarp á vorþingi Alþingis 2013 til fullgildingar samningsins en það hefur ekki enn verið gert.
Hér á myndinni má sjá þau Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur og Sigurjón Unnar Sveinsson frá ÖBÍ.
Categories
ÖBÍ á flokksþingi framsóknarmanna
13/05/2015
ÖBÍ á flokksþingi framsóknarmanna