Categories
Fréttir

Ofanflóðavarnir til að verja íbúðabyggð hafa sannað gildi sitt

Deila grein

21/08/2023

Ofanflóðavarnir til að verja íbúðabyggð hafa sannað gildi sitt

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, var í liðinni viku á ferð um Múlaþing og Fjarðabyggð og átti ánægjuleg samtöl við sveitarstjórnarfólk og aðra fulltrúa byggðarlaganna.

„Við Íslendingar þekkjum flestum betur hvernig er að búa við náttúruvá. Hér verða reglulega stórir jarðskjálftar, eldsumbrot og aftakaveður koma hér af og til. Landsmenn hafa aðlagað sig þessum aðstæðum og umfangsmikið rannsóknar- og vöktunarstarf er unnið í því skyni að tryggja hér lífvænleg skilyrði til búsetu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson

Ofanflóðavarnir til að verja íbúðabyggð hafa sannað gildi sitt. Slíkar aðgerðir munu áfram vera í forgangi stjórnvalda. Jafnframt er nú tímabært og nauðsynlegt að huga að undirbúningi á atvinnusvæðum og skipulagi m.t.t. náttúruvá ásamt aukinni vöktun á snjóflóðahættusvæðum.

„Því er mikill fengur að vandaðri samantekt frá Veðurstofunni um þörf fyrir varnir á atvinnusvæðum og eiga fundi með íbúum um niðurstöður hennar. Auk þess gæti eldri þekking sem er við það að falla í gleymskunar dá komið að góðum notum. Útfærslan er eftir, áskorunin stór sem unnin er í samráði við heimamenn,“ segir Sigurður Ingi.

Við Íslendingar þekkjum flestum betur hvernig er að búa við náttúruvá. Hér verða reglulega stórir jarðskjálftar,…

Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Föstudagur, 18. ágúst 2023