„Fyrir um ári átti ég samtal í munnlegu fyrirspurn við hæstv. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um förgun dýraafurða og dýrahræja. Staðan er þannig að núverandi lög og reglur ganga hreinlega ekki upp sökum þess að úrræðin vantar. Það er einungis einn brennsluofn til staðar til að brenna hræ og annar hann ekki þörf. Söfnun hræja og förgun er bæði mjög dýr og erfið í framkvæmd, m.a. vegna varnarlína,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, í störfum þingsins.
„Samkvæmt svari frá hæstv. ráðherra þá eru þessi málefni lögbundin hlutverk sveitarfélaganna þar sem þessi mál falla undir úrgangsmál. En er það svo? Fyrir liggur úrskurður frá EFTA-dómstólnum um að Ísland hafi ekki uppfyllt skuldbindingar sínar samkvæmt innleiddu EES-regluverki. Í kjölfar þessa úrskurðar hefur verið umræða innan sveitarfélaganna um hvar ábyrgð á verkefninu liggi.“
„Skilningur minn var að þetta væri að finna undir lögum um meðhöndlun úrgangs en réttara er að þetta fellur undir lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þetta málefni er því ekki eingöngu á ábyrgð sveitarfélaganna. Hjá nágrannalöndum okkar koma sveitarfélög ekki að söfnun eða fjármögnun þeirra innviða sem þarf til þessara verkefna heldur er það framtak frá sláturleyfishöfum að sjá til þess að koma dýraleifum í lóg. Þar er því líka komið þannig fyrir að dýraleifar eru endurunnar í bæði fóður og fitu sem nýtt er til brennslu sem orkugjafi.“
„Sögunni um hver beri ábyrgð á förgun dýraleifa má líkja við söguna um litlu gulu hænuna. Ríkið segir: Ekki ég, og sveitarfélögin segja: Ekki ég. En við þurfum að taka hænuna okkur til fyrirmyndar og sýna ábyrgð í þessum efnum. Í dýraleifum felast líka verðmæti sem hægt er að nýta og draga þar með úr kostnaði sem annars fellur að fullu á bændur og neytendur,“ sagði Halla Signý að lokum.
Ræða Höllu Signýjar í heild sinni á Alþingi:
„Virðulegur forseti. Fyrir um ári átti ég samtal í munnlegu fyrirspurn við hæstv. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um förgun dýraafurða og dýrahræja. Staðan er þannig að núverandi lög og reglur ganga hreinlega ekki upp sökum þess að úrræðin vantar. Það er einungis einn brennsluofn til staðar til að brenna hræ og annar hann ekki þörf. Söfnun hræja og förgun er bæði mjög dýr og erfið í framkvæmd, m.a. vegna varnarlína.
Samkvæmt svari frá hæstv. ráðherra þá eru þessi málefni lögbundin hlutverk sveitarfélaganna þar sem þessi mál falla undir úrgangsmál. En er það svo? Fyrir liggur úrskurður frá EFTA-dómstólnum um að Ísland hafi ekki uppfyllt skuldbindingar sínar samkvæmt innleiddu EES-regluverki. Í kjölfar þessa úrskurðar hefur verið umræða innan sveitarfélaganna um hvar ábyrgð á verkefninu liggi. Skilningur minn var að þetta væri að finna undir lögum um meðhöndlun úrgangs en réttara er að þetta fellur undir lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þetta málefni er því ekki eingöngu á ábyrgð sveitarfélaganna. Hjá nágrannalöndum okkar koma sveitarfélög ekki að söfnun eða fjármögnun þeirra innviða sem þarf til þessara verkefna heldur er það framtak frá sláturleyfishöfum að sjá til þess að koma dýraleifum í lóg. Þar er því líka komið þannig fyrir að dýraleifar eru endurunnar í bæði fóður og fitu sem nýtt er til brennslu sem orkugjafi.
Virðulegi forseti. Sögunni um hver beri ábyrgð á förgun dýraleifa má líkja við söguna um litlu gulu hænuna. Ríkið segir: Ekki ég, og sveitarfélögin segja: Ekki ég. En við þurfum að taka hænuna okkur til fyrirmyndar og sýna ábyrgð í þessum efnum. Í dýraleifum felast líka verðmæti sem hægt er að nýta og draga þar með úr kostnaði sem annars fellur að fullu á bændur og neytendur.“