Categories
Fréttir

Samband ungra Framsóknarmanna 85 ára

Deila grein

14/06/2023

Samband ungra Framsóknarmanna 85 ára

Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) hélt veglegt 85 ára afmælis- og útgáfuhóf s.l. laugardag í félagssal Framsóknarmanna í Kópavogi. Fjölmenni var mætt til að samfagna þessum áfanga í starfi SUF. Forysta Framsóknar, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður, Ásmundur Einar Daðason, ritari og Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokksins létu sig ekki vanta á þessum tímamótum, auk margra fyrrverandi formanna SUF og annarra gesta.

Unnur Þöll Benediktsdóttir, formaður SUF, opnaði afmælis- og útgáfuhófið með ávarpi. Fór hún yfir hversu gefandi og þroskandi það væri að taka þátt í slíku félagsstarfi sem SUF er. „Gegnum starfið hef ég kynnst mörgu skemmtilegu og efnilegu ungu fólki sem hefur náð langt og gegnir mikilvægum stöðum innan grasrótar flokksins,“ sagði Unnu Þöll. Sagðist hana aldrei hafa grunað hvað félagsstarfið myndi hjálpa sér að þroskast sem einstaklingur. Flokksstarfið hafi verið sér dýrmætt og hún væri hvergi nærri hætt.

Á þessum tímamótum gefur SUF út mjög veglegt og efnisríkt afmælisrit undir ritstjórn Gunnars Sæs Ragnarssonar. Hönnun og umbrot afmælisritsins var í höndum Díönu Ívu Gunnarsdóttur. Auk Gunnars Sæs, Díönu Ívu og Unnar Þallar í ritstjórn afmælisritsins voru einnig Berglind Sunna Bragadóttir og Hafdís Lára Halldórsdóttir.

Með því að smella hér má nálgast afmælisritið!

Við óskum afmælisbarninu til hamingju með tímamótin og hlökkum til að fylgjast með áframhaldandi atorku og dugnaði ungs fólks í Framsókn.

Hér að neðan má sjá svipmyndir frá viðburðinum, en fyrrverandi formaður SUF, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, tók ljósmyndirnar.

Formenn SUF frá stofnun sambandsins:

Þórarinn Þórarinsson, 1938-1945
Jóhannes Elísasson, 1945-1948
Friðgeir Sveinsson, 1948-1952
Þráinn Valdimarsson, 1952-1956
Kristján Benediktsson, 1956-1958
Jón Rafn Guðmundsson, 1958-1960
Örlygur Hálfdánarson, 1960-1966
Baldur Óskarsson, 1966-1970
Már Pétursson, 1970-1972
Elías Snæland Jónsson, 1972-1973
Eggert Jóhannesson, 1974-1975
Magnús Ólafsson, 1975-1978
Eiríkur Tómasson, 1978-1980
Guðni Ágústsson, 1980-1982
Finnur Ingólfsson, 1982-1986
Gissur Pétursson, 1986-1990
Siv Friðleifsdóttir, 1990-1992
Sigurður Sigurðsson, 1992-1993
Einar Kristján Jónsson, 1993-1994
Guðjón Ólafur Jónsson, 1994-1996
Árni Gunnarsson, 1996-1999
Einar Skúlason, 1999-2002
Dagný Jónsdóttir, 2002-2003
Haukur Logi Karlsson, 2003-2004
Jakob Hrafnsson, 2004-2008
Bryndís Gunnlaugsdóttir, 2008-2010
Sigurjón Kjærnested, 2010-2011
Ásta Hlín Magnúsdóttir, 2011-2013
Hafþór Eide Hafþórsson, 2013-2014
Helgi Haukur Hauksson, 2014-2015
Ágúst Bjarni Garðarsson, 2015-2016
Páll Marís Pálsson, 2016-2017
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, 2017-2018
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, 2018-2021
Unnur Þöll Benediktsdóttir, 2021-