Þorsteinn Sæmundsson hefur verið ötull talsmaður neytenda á Alþing og hefur minnt á nauðsyn þess að fylgjast með því að lækkun gengis og gjalda skili sér í vöruverð. Hefur Þorsteinn ítrekað bent á að hækkanir séu mun fljótari að skila sér út í verðlag og kallað eftir ábyrgð verslunareigenda gagnvart neytendum.
Í umræðu um „Samkeppni á smásölumarkaði“ fyrir skömmu sagði Þorsteinn meðal annars: „Mig langar að gera að meginatriði máls míns nýútkomna skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem í sjálfu sér staðfestir því miður flest það sem sá sem hér stendur hefur sagt og haldið fram síðustu mánuði og missiri. Meginniðurstaða skýrslunnar er meðal annars að verslunin hefur ekki skilað gengisstyrkingu krónunnar til almennings og það kemur einnig fram að í sjálfu sér skortir Samkeppniseftirlitið úrræði og heimildir nema um sé að ræða sérstaklega alvarleg brot á samkeppnislögum.
Almenningur á Íslandi tapaði helmingi lífskjara sinna í hruninu. Margir hverjir töpuðu ævisparnaði sínum og fasteignum. Þessi sami almenningur á nú að dómi verslunarinnar sjö árum síðar enn að vera að greiða meint tap verslunarinnar í hruninu. Maður veltir fyrir sér hvenær það verði fullbætt.“
Þorsteinn ítrekaði að styrking gengis hafi ekki komið fram í lækkun á verði til neytenda, heldur þvert á móti. „Ljóst er að verð á dagvörum hefur hækkað nokkuð frá árunum 2011/2012 þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar hafi verið að styrkjast, en það ætti að öðru óbreyttu að veita svigrúm til verðlækkunar. Þannig nemur verðhækkun á dagvörum í heild frá ársbyrjun 2011 til ársloka 2014 u.þ.b. 10%. Á sama tíma styrktist gengi íslensku krónunnar um u.þ.b. 5%.“
Þá benti Þorsteinn einnig á að afkoma verslunarinnar er mun betri á Íslandi en erlendis: „Á bls. 46 í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að samkvæmt upplýsingum um arðsemi skráðra dagvörusmásala, „grocery retailers“, erlendis sé meðalarðsemi eigin fjár um 13% í Evrópu og um 11% í Bandaríkjunum. Á Íslandi er þetta 35–40%.“
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]
Categories
Samkeppni í verslun ábótavant – neytendur tapa
01/04/2015
Samkeppni í verslun ábótavant – neytendur tapa