Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, segir nýja samgönguáætlun bera þess glögg „merki að við erum komin á gott skrið með að greiða niður innviðaskuldina í vegakerfinu eftir hrunið og þar er stórauknu fjármagni varið til vegagerðar.“ Þetta kemur fram í grein hennar á vikudagur.is.
Líneik Anna bendir á að nýframkvæmdum sem nema um 214 milljörðum króna sé flýtt frá fyrri áætlun.
„Á landsbyggðinni er ætlunin að flýta framkvæmdum um 125 milljarða. Samgöngusáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er birtingarmynd sameiginlegrar sýnar og heildarhugsunar fyrir fjölbreyttar samgöngur á svæðinu og er liður í því að leysa ríkjandi og fyrirsjáanlegan umferðarvanda. Þá er lagt upp með samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila um stór afmörkuð verkefni,“ segir Líneik Anna.
Skýr stefna um uppbyggingu flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum
„Það eru líka stigin stór skref í fluginu. Flugstefna hefur verið mótuð í fyrsta sinn í 100 ára sögu flugsins. Lykilatriðið í henni er að millilanda– og varaflugvellirnir verða á einni hendi, Isavia sem á að taka ábyrgð á varaflugvöllunum.“
„Notendur millilandaflugvalla verða að taka þátt í rekstri varaflugvalla fyrir millilandafarþega. Uppbygging varaflugvalla á Íslandi er mikilvægt flugöryggismál fyrir þá sem fljúga um Keflavíkurflugvöll, s.s. þegar aðstæður breytast skyndilega vegna veðurs eða óhappa. Þörfin fyrir framkvæmdir og þjónustu miðast við að skapa aðstöðu til að taka við nægum fjölda véla í neyðarástandi,“ segir Líneik Anna.
Categories
Samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila um stór afmörkuð verkefni
06/12/2019
Samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila um stór afmörkuð verkefni