Categories
Fréttir

Seljum auðlindir ekki frá okkur!

Deila grein

29/08/2024

Seljum auðlindir ekki frá okkur!

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, segir lagaumgjörð um jarðir og auðlindir grundvallarmál sem verði að vera sífellt á dagskrá. „Mikil ásókn er í auðlindir á landi og mikilvægt að við seljum þær ekki frá okkur. Komandi kynslóðir eiga að erfa land sem er vel búið til sjálfbærrar nýtingar og verðmætasköpunar.“

  1. Jarðir þurfa að vera í eigu fólks sem býr á Íslandi.
  2. Það þarf að tryggja að landið sem hentar best til matvælaframleiðslu verði ekki tekið í annað.
  3. Það þarf að tryggja að þeir sem vilja búa í dreifbýlinu og byggja sína afkomu á landnýtingu njóti forgangs að landi.

Hvað verði að gera að mati Líneikar Önnu er: „að skapa umhverfi sem styður miklu betur við nýliðun og ættliðaskipti á bújörðum og styðja við verkefni bænda um kolefnisbindingu. Bændur verði að geta nýtt hluta af sínu landi til kolefnisbindingar ef það hentar með öðrum búskap.“

Jafnframt segir Líneik Anna að meta verði árangur af breytingunum á jarðalögum sem gerðar voru á síðasta kjörtímabili og að halda verði áfram vinnu við að skilgreina það land sem best hentar til matvælaframleiðslu.

Jarðir – (af gefnu tilefni) 1. Jarðir þurfa að vera í eigu fólks sem býr á Íslandi. 2. Það þarf að tryggja að…

Posted by Líneik Anna Sævarsdóttir Alþingismaður on Miðvikudagur, 28. ágúst 2024