Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var á Sprengisandi á Bylgjunni í gær, sunnudag. Þar fór hann m.a. yfir að verkefnin er var lagt upp með í upphafi væru öll samkvæmt áætlun og á þeim hraða sem sem gert var ráð fyrir. Sigmundur Davíð tók sérstaklega fram að eðlilegt væri að þegar þing væri ekki að störfum að fólk verði ekki vart við vinnuna sem á sér stað inni í ráðuneytinum. En Sigmundur Davíð segist vera mjög bjartsýnn á framhaldið og að okkur takist að breyta hlutum mjög hratt þegar þing kemur saman.
Hlutverk stjórnvalda í dag er að skapa þær aðstæður að tækifæri séu nýtt. Það hafa menn verið að gera í skattamálum og eins í vinnu í stjórnarráðinu um einföldun regluverksins og verður kynnt á ráðstefnu á morgun (í dag). Þessi grundvallaratriði eru til endurskoðunar og forsenda þess að hægt sé að fjárfesta og gera áætlanir og byggja á til framtíðar.
Hér er hægt að nálgast upptökur af viðtalinu við Sigmund Davíð:
Sprengisandur: SDG 1. hluti. Segir öll verk vera á áætlun
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir verkefni ríkisstjórnarinnar vera á áætlun og eðlilegt sé að það taki menn tíma að trúa að óhætt sé að fjárfesta og byggja upp.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=20677
Sprengisandur: SDG 2. hluti. Forsendum verðtryggingar verður breytt
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að grunni vístölunnar verði breytt svo fyrirsjáanleg hækkun á eldsneyti hækki ekki lán Íslendinga uppúr öllu valdi.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=20678
Sprengisandur: SDG 3. hluti. Breytt lög um lífeyrissjóði
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir þörf á að breyta lögum um líeyrissjóði svo þeim verði gert unnt að fjárfestar víðar en nú. Hann benti einnig á að lífskjör okkar séu tekin að láni, þar sem við framleiðum ekki fyrir nauðsynjum.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=20679
Sprengisandur: SDG 4. hluti. Nýr umhverfisráðherra innan skamms
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að ekki sé langt að bíða þess að hér verði skipaður nýr umhverfisráðherra í stærra og veigameira ráðuneyti.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=20680
Categories
Sigmundur Davíð forsætisráðherra í 100 daga
02/09/2013
Sigmundur Davíð forsætisráðherra í 100 daga