Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð sækir leiðtogafund um loftslagsmál í París

Deila grein

30/11/2015

Sigmundur Davíð sækir leiðtogafund um loftslagsmál í París

Sigmundur-davíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, tekur þátt í leiðtogafundi 21. aðildarríkjaþings loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21, Conference of Parties) sem haldinn er í París í dag.
Bein útsending frá fundinum í París á BBC.
Sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum.
Spurt og svarað um loftslagsmál.
COP21 hefst með fundi þjóðarleiðtoga en ráðstefnan stendur frá 30. nóvember til 11. desember. Gert er ráð fyrir að á fundinum verði gengið frá framtíðarsamkomulagi með þátttöku allra aðildarríkja Loftslagssamningsins sem tæki gildi árið 2020 þegar öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar lýkur. Samkomulaginu er m.a. ætlað að ramma inn markmið ríkjanna, tryggja gegnsæi og samanburð og skapa ferli sem þrýstir á ríki að setja strangari markmið með tímanum.
cop21-paris2015Aðildarríkjunum er ætlað að senda inn landsmarkmið (INDC) fyrir fundinn þar sem þau tilgreina hvað þau hyggjast gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2020. Yfir 150 ríki, sem ná til yfir 90% heimslosunar gróðurhúsalofttegunda, hafa sent inn sín landsmarkmið fyrir Parísarfundinn, þ.á m. öll þróuð ríki og öll stærstu ríkin. Parísarfundurinn verður án efa stærsta aðildarríkjaþing Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna fram til þessa en búist er við að um 45 þúsund manns sæki fundinn og tengda viðburði.
Yfir 140 þjóðarleiðtogar hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn.
Sjá einnig upplýsingar um Parísarfundinn um loftslagsmál á vef umhverfsráðuneytisins.