Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var frummælandi á fundi Framsóknar í Reykjavík í hádeginu í dag í Iðnó. Fundurinn var vel sóttur og gagnlegur en umræðuefnið var sjávarútvegurinn og stefna Framsóknar í sjávarútvegsmálum. Fundarstjóri var Trausti Harðarson, framkvæmdastjóri.
Sjávarútvegsmál hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga, en stjórnarflokkana greinir enn á um grundvallaratriði í frumvarpi því er Sigurður Ingi hefur lagt mjög mikla vinnu í. Var svo komið í vikunni að sjávarútvegsráðherra ákvað að leggja kvótafrumvarp sitt ekki fram á þessu þingi. Ástæðan er ágreiningur um hver fari með forræði yfir kvótanum; ríkið, eins og frumvarpið segir til um, eða útgerðin.
Hér er frétt á visir.is af fundinum.
Framsókn í Reykjavík stefnir að því að halda fundi sem þennan um afmörkuð efni mánaðarlega í vetur.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Categories
Sjávarútvegsmál rædd á súpufundi
20/02/2015
Sjávarútvegsmál rædd á súpufundi