Categories
Fréttir

Skattalegir hvatar vegna launa keppnis- og afreksíþróttafólks

Deila grein

20/09/2024

Skattalegir hvatar vegna launa keppnis- og afreksíþróttafólks

Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunar um skattalega hvata vegna launa keppnis- og afreksíþróttafólks. Markmið tillögunnar er að skapaður verði hvati með skattkerfinu fyrir fyrirtæki til þess að ráða til starfa hjá sér keppnis- og afreksíþróttafólk. Með því hafa fyrirtæki bæði aukinn sveigjanleika til þess að koma til móts við mismunandi þarfir og aðstæður íþróttamanna og aukinn hvata til þess.

Tillögugreinin orðast svo:
„Alþingi ályktar að fela mennta- og barnamálaráðherra í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðherra að skipa starfshóp sem fái það verkefni að útfæra skattalega hvata til launagreiðenda, hvort sem er á opinberum eða almennum markaði, vegna launa keppnis- og afreksíþróttafólks. Markmiðið er að keppnis- og afreksíþróttafólk fái greidd laun að hluta eða að fullu frá launagreiðanda þegar það þarf að mæta á æfingar eða íþróttamót og launagreiðandi fái skattaívilnun á móti greiddum launum.
Ráðherra geri grein fyrir niðurstöðum starfshópsins í lok maímánaðar 2025.“

Ræða Ágústs Bjarna í heild sinni á Alþingi: