Categories
Fréttir

Skýrsla um hlutverk veitenda geðheilbrigðisþjónustu

Deila grein

14/08/2023

Skýrsla um hlutverk veitenda geðheilbrigðisþjónustu

Starfshópur sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fól að skilgreina hlutverk og verkefni þeirra aðila sem veita fyrsta, annars og þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu hefur skilað skýrslu með niðurstöðum sínum.

Verkefnið er liður í framkvæmd aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum til ársins 2027 sem samþykkt var á Alþingi í júní sl.

Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi í júní í fyrra og aðgerðaáætlun um framkvæmd hennar síðastliðið vor.

Ein þeirra aðgerða sem ákveðið var að setja í forgang (2.C.1) felst í því að skilgreina hlutverk og verkefni þeirra sem veita geðheilbrigðisþjónustu á öllum þjónustustigum, greina samvinnu og samfellu þjónustunnar og hvað skorti þar á og koma með áætlun til úrbóta. Aðgerð 2.C.1 er tvíþætt og var starfshópi heilbrigðisráðherra falið að vinna þann hluta hennar sem felst í því að skilgreina hlutverk og verkefni þjónustuveitenda.

Niðurstöður starfshópsins koma fram í meðfylgjandi skýrslu.

Heimild: stjr.is